Ágreiningur um landbúnað tefur undirbúning aðildarviðræðna við ESB Þorbjörn Þórðarson skrifar 2. júní 2011 19:45 Ágreiningur innan ríkisstjórnarinnar um mótun samningsmarkmiða gagnvart Evrópusambandinu þegar kemur að landbúnaðarmálum tefur undirbúning aðildarviðræðna við sambandið. Undirbúningur á samningsmarkmiðum íslenska ríkisins í sjávarútvegs- og landbúnaðarmálum gagnvart Evrópusambandinu er stopp, samkvæmt heimildum fréttastofu, en hinar formlegu aðildarviðræður, eftir störf rýnihópa, eiga að hefjast síðar í þessum mánuði. Ástæðan er að Jón Bjarnason, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hvikar ekki frá kröfu Bændasamtakanna um fulla tollvernd íslenskra matvæla. Þeir sem standa nálægt aðildarviðræðum fullyrða að undirbúningsvinnan vegna aðildarviðræðnanna sé stopp í augnablikinu því tollvernd verði aldrei haldið til streitu gagnvart Evrópusambandinu. Samkvæmt heimildum fréttastofunnar er þetta óleyst vandamál meðal ráðherra í ríkisstjórninni.Sérstaklega rætt á fundi samninganefndar - en fundargerð óbirt Samkvæmt heimildum fréttastofunnar var þetta sérstaklega rætt á fundi samninganefndarinnar, sem starfar í umboði utanríkisráðuneytisins, hinn 19. maí síðastliðinn. Drög að fundargerð voru send út til allra sem hlut eiga að máli, en engin fundargerð hefur hins vegar verið birt á vef samninganefndarinnar. Fundargerðin átti að birtast á þriðjudaginn sl. en af birtingu hennar varð ekki. Fréttastofan reyndi ítrekað að ná tali af Jóni Bjarnasyni til að fá viðbrögð í dag, án árangurs. Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra, segir að Jón Bjarnason geti ekki breytt samþykktum Alþingis. „Þar segir nú alveg skýrt að eitt af því sem er augljósast við aðild er að allir tollar falli niður á milli ESB-ríkjanna og Íslands og þar segir auk þess í öðru lagi að hagur neytenda muni vænkast vegna þess að innflutningstollar á landbúnaðarafurðum muni falla niður. Það er því alveg ljóst að þingið vissi af þessu, ræddi þetta og vann sitt álit út frá því," segir Össur. „Hvorki ég né Jón Bjarnason viljum aftur taka upp ráðherraræðið" Össur segir að það verði hins vegar að huga að því að haga samningunum við sambandið þannig að þeir raski stöðu landbúnaðarins sem minnst. Reiknað hafi verið út hvers virði tollverndin sé fyrir íslenska bændur og til séu leiðir til að bæta þeim hana upp fari svo að þjóðin samþykki aðild í þjóðaratkvæðagreiðslu. Þær leiðir og þau úrræði séu samninganefndin og utanríkisráðuneytið nú að undirbúa. „En það breytir engu hvað einstakir ráðherrar segja um þetta. Þeir verða að fara eftir því sem þingið sagði og skilningi þingsins og hvorki ég né Jón Bjarnason viljum aftur taka upp ráðherraræðið." En er ekki erfitt að vera í aðildarviðræðum við sambandið þegar menn hafa svona sterkar skoðanir og vilja halda til streitu sjónarmiðum sem ganga gegn grundvallar prinsippum Evrópusambandsins? „Það er bara eitt sjónarmið sem skiptir máli í þessu. Það er sjónarmið þingsins. Alþingi vissi af þessu og ræddi leiðir til að bæta stöðu bænda. Ég er að vinna að því og það er ekkert erfitt þegar maður hefur svona skýran leiðarvísi. En allir ráðherrar verða að gera sér grein fyrir því að þeir taka ekki ákvarðanir sem eru öðruvísi en þingsins. Ég ber hina stjórnskipulegu ábyrgð. Ef það kemur upp ágreiningur þá get ég tekið úrslitaákvörðunina. Það sem ég þarf hins vegar að gæta að er að fara ekki of langt gegn vilja þingsins í einstökum málum þannig að ég missi trúnað þess. Í þessu tilviki er því ekki til að dreifa vegna þess að álit þingsins í þessu tiltekna máli liggur alveg skýrt fyrir," segir Össur. thorbjorn@stod2.is Mest lesið Fólk skilji ekki eftir ósprungna flugelda: „Sprakk strax beint í andlitið á honum“ Innlent Ferðamönnum bjargað af þaki bíls við Kattarhryggi Innlent Brúin yfir Ferjukotssíki fallin Innlent Fluttur úr landi grunaður um að valda gassprengingu sem drap einn Innlent Hæstiréttur sker úr um hvort samræði við barn sé nauðgun Innlent Brottvísunin endanleg og nær ekki aðgerðinni Innlent Gerðu umfangsmikla árás á vesturhluta Úkraínu Erlent „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Innlent Mál horfinna systra skekur Skotland Erlent Sat fyrir svörum vegna áfengisdrykkju og viðhorfa til kvenhermanna Erlent Fleiri fréttir Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar ógilt Kjörnir fulltrúar þurfi að huga að ímynd sinni Lítil virkni frá hrinunni Handritin öll komin á nýja heimilið Klukkan tifar en kandídatar undir hnausþykkum feldi Segja að ögurstund sé runnin upp í Seyðisfirði Nefndin hefur víðtækar heimildir og getur farið fram á endurtalningu Kennarar mæta aftur í Karphúsið Skipulagði loftslagsverkföll og aðstoðar nú loftslagsráðherra Hæstiréttur sker úr um hvort samræði við barn sé nauðgun Brúin yfir Ferjukotssíki fallin Holtavörðuheiðin opin á ný Þingmannanefnd skipuð um rannsókn á kosningu þingmanna Fólk skilji ekki eftir ósprungna flugelda: „Sprakk strax beint í andlitið á honum“ Fluttur úr landi grunaður um að valda gassprengingu sem drap einn Ferðamönnum bjargað af þaki bíls við Kattarhryggi Rólegt við Bárðarbungu Holtavörðuheiði lokað í nótt Með ógnandi hegðun á veitingahúsum í miðborginni Brottvísunin endanleg og nær ekki aðgerðinni „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Segir miður að þurfa að lyfta hnefa svo hlustað sé á kennara Flugvélin ekki flughæf vegna bilunar Aðeins annar kassinn af tveimur með atkvæðum skilaði sér Bárðarbunga skelfur, vopnahlé og hjólaskautaat Getur ekki fullyrt að gosið hafi áður í Bárðarbungu Virkja viðbragðsáætlun og opna aðgerðastjórn Ógeðfelldum aðferðum lýst í ákæru á hendur þremur Áframhaldandi landris við Svartsengi Bergþór áfram þingflokksformaður Sjá meira
Ágreiningur innan ríkisstjórnarinnar um mótun samningsmarkmiða gagnvart Evrópusambandinu þegar kemur að landbúnaðarmálum tefur undirbúning aðildarviðræðna við sambandið. Undirbúningur á samningsmarkmiðum íslenska ríkisins í sjávarútvegs- og landbúnaðarmálum gagnvart Evrópusambandinu er stopp, samkvæmt heimildum fréttastofu, en hinar formlegu aðildarviðræður, eftir störf rýnihópa, eiga að hefjast síðar í þessum mánuði. Ástæðan er að Jón Bjarnason, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hvikar ekki frá kröfu Bændasamtakanna um fulla tollvernd íslenskra matvæla. Þeir sem standa nálægt aðildarviðræðum fullyrða að undirbúningsvinnan vegna aðildarviðræðnanna sé stopp í augnablikinu því tollvernd verði aldrei haldið til streitu gagnvart Evrópusambandinu. Samkvæmt heimildum fréttastofunnar er þetta óleyst vandamál meðal ráðherra í ríkisstjórninni.Sérstaklega rætt á fundi samninganefndar - en fundargerð óbirt Samkvæmt heimildum fréttastofunnar var þetta sérstaklega rætt á fundi samninganefndarinnar, sem starfar í umboði utanríkisráðuneytisins, hinn 19. maí síðastliðinn. Drög að fundargerð voru send út til allra sem hlut eiga að máli, en engin fundargerð hefur hins vegar verið birt á vef samninganefndarinnar. Fundargerðin átti að birtast á þriðjudaginn sl. en af birtingu hennar varð ekki. Fréttastofan reyndi ítrekað að ná tali af Jóni Bjarnasyni til að fá viðbrögð í dag, án árangurs. Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra, segir að Jón Bjarnason geti ekki breytt samþykktum Alþingis. „Þar segir nú alveg skýrt að eitt af því sem er augljósast við aðild er að allir tollar falli niður á milli ESB-ríkjanna og Íslands og þar segir auk þess í öðru lagi að hagur neytenda muni vænkast vegna þess að innflutningstollar á landbúnaðarafurðum muni falla niður. Það er því alveg ljóst að þingið vissi af þessu, ræddi þetta og vann sitt álit út frá því," segir Össur. „Hvorki ég né Jón Bjarnason viljum aftur taka upp ráðherraræðið" Össur segir að það verði hins vegar að huga að því að haga samningunum við sambandið þannig að þeir raski stöðu landbúnaðarins sem minnst. Reiknað hafi verið út hvers virði tollverndin sé fyrir íslenska bændur og til séu leiðir til að bæta þeim hana upp fari svo að þjóðin samþykki aðild í þjóðaratkvæðagreiðslu. Þær leiðir og þau úrræði séu samninganefndin og utanríkisráðuneytið nú að undirbúa. „En það breytir engu hvað einstakir ráðherrar segja um þetta. Þeir verða að fara eftir því sem þingið sagði og skilningi þingsins og hvorki ég né Jón Bjarnason viljum aftur taka upp ráðherraræðið." En er ekki erfitt að vera í aðildarviðræðum við sambandið þegar menn hafa svona sterkar skoðanir og vilja halda til streitu sjónarmiðum sem ganga gegn grundvallar prinsippum Evrópusambandsins? „Það er bara eitt sjónarmið sem skiptir máli í þessu. Það er sjónarmið þingsins. Alþingi vissi af þessu og ræddi leiðir til að bæta stöðu bænda. Ég er að vinna að því og það er ekkert erfitt þegar maður hefur svona skýran leiðarvísi. En allir ráðherrar verða að gera sér grein fyrir því að þeir taka ekki ákvarðanir sem eru öðruvísi en þingsins. Ég ber hina stjórnskipulegu ábyrgð. Ef það kemur upp ágreiningur þá get ég tekið úrslitaákvörðunina. Það sem ég þarf hins vegar að gæta að er að fara ekki of langt gegn vilja þingsins í einstökum málum þannig að ég missi trúnað þess. Í þessu tilviki er því ekki til að dreifa vegna þess að álit þingsins í þessu tiltekna máli liggur alveg skýrt fyrir," segir Össur. thorbjorn@stod2.is
Mest lesið Fólk skilji ekki eftir ósprungna flugelda: „Sprakk strax beint í andlitið á honum“ Innlent Ferðamönnum bjargað af þaki bíls við Kattarhryggi Innlent Brúin yfir Ferjukotssíki fallin Innlent Fluttur úr landi grunaður um að valda gassprengingu sem drap einn Innlent Hæstiréttur sker úr um hvort samræði við barn sé nauðgun Innlent Brottvísunin endanleg og nær ekki aðgerðinni Innlent Gerðu umfangsmikla árás á vesturhluta Úkraínu Erlent „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Innlent Mál horfinna systra skekur Skotland Erlent Sat fyrir svörum vegna áfengisdrykkju og viðhorfa til kvenhermanna Erlent Fleiri fréttir Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar ógilt Kjörnir fulltrúar þurfi að huga að ímynd sinni Lítil virkni frá hrinunni Handritin öll komin á nýja heimilið Klukkan tifar en kandídatar undir hnausþykkum feldi Segja að ögurstund sé runnin upp í Seyðisfirði Nefndin hefur víðtækar heimildir og getur farið fram á endurtalningu Kennarar mæta aftur í Karphúsið Skipulagði loftslagsverkföll og aðstoðar nú loftslagsráðherra Hæstiréttur sker úr um hvort samræði við barn sé nauðgun Brúin yfir Ferjukotssíki fallin Holtavörðuheiðin opin á ný Þingmannanefnd skipuð um rannsókn á kosningu þingmanna Fólk skilji ekki eftir ósprungna flugelda: „Sprakk strax beint í andlitið á honum“ Fluttur úr landi grunaður um að valda gassprengingu sem drap einn Ferðamönnum bjargað af þaki bíls við Kattarhryggi Rólegt við Bárðarbungu Holtavörðuheiði lokað í nótt Með ógnandi hegðun á veitingahúsum í miðborginni Brottvísunin endanleg og nær ekki aðgerðinni „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Segir miður að þurfa að lyfta hnefa svo hlustað sé á kennara Flugvélin ekki flughæf vegna bilunar Aðeins annar kassinn af tveimur með atkvæðum skilaði sér Bárðarbunga skelfur, vopnahlé og hjólaskautaat Getur ekki fullyrt að gosið hafi áður í Bárðarbungu Virkja viðbragðsáætlun og opna aðgerðastjórn Ógeðfelldum aðferðum lýst í ákæru á hendur þremur Áframhaldandi landris við Svartsengi Bergþór áfram þingflokksformaður Sjá meira