Erlent

Húsbóndi í guðanna bænum borgaðu

Óli Tynes skrifar
Please....PLEASE
Please....PLEASE

Bæjarstjórnin í litlu sveitaþorpi í Sviss var orðinn svo þreytt á slugsi íbúanna við að borga hundaskattinn sinn að hún endurvakti lög frá árinu 1904. Samkvæmt þeim er yfirvöldum heimilt að drepa hunda þeirra sem ekki borga leyfisgjaldið. Í Reconvilier eru íbúarnir 2.245 og hundrarnir 280. Fæstir eigendur hundanna hafa haft fyrir að borga leyfisgjald undanfarna áratugi. Gjaldið er tæpar 6000 krónur á ári.

Pierre-Alain Nemitz bæjarfulltrúi segir að með þessu vilji þeir innheimta að minnsta kosti einhvern hluta þeirra milljóna króna sem séu útistandandi. Bæjarbúar hafa ekki tekið þessu vel. Pierre-Alain segir að bæjarstjórninni hafi borist grimm hótunarbréf. Og hann er sár. „Það er ekki eins og þetta þýði hópslátrun á hundum. Við erum bara að setja þrýsting á fólk sem ekki hefur verið samvinnuþýtt."








Fleiri fréttir

Sjá meira


×