Innlent

Opnunarhátíð Lífshlaupsins

Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra og Katrín Jakobsdóttir menntamálaráðherra fóru í þrautabraut og stóðu sig með prýði.
Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra og Katrín Jakobsdóttir menntamálaráðherra fóru í þrautabraut og stóðu sig með prýði.

Lífslaupið hófst formlega í fjórða sinn í Víkurskóla í Grafarvogi í dag. Markmið Lífshlaupsins er að hvetja almenning til þess að hreyfa sig og huga að sinni hreyfingu í frítíma, heimilisstöfum, vinnu, skóla og við val á ferðamáta.

Árný Inga Pálsdóttir, skólastjóri Víkurskóla bauð alla velkomna og þar á eftir ávörpuðu Ólafur Rafnsson, forseti ÍSÍ, Eva Einarsdóttir, formaður Íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkur, Margrét Björnsdóttir, forstjóri Lýðheilsustöðvar, Guðbjartur Hannesson, velferðarráðherra og Katrín Jakobsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra gesti og kepptu í skemmtilegri þraut í anda Skólahreystis undir stjórn Andrésar Guðmundssonar.

Guðbjartur tók einnig upphitun með krökkunum og öðrum gestum og stjórnaði fjöldasöng þar sem allir sungu „Höfuð, herðar, hné og tær" og gerðu tilheyrandi hreyfingar með, að því er fram kemur í tilkynningu.

Nú hafa 899 lið frá 337 vinnustöðum og 279 bekkir frá 32 grunnskólum skráð sig til leiks.

Skrá má alla hreyfingu inn á vef átaksins svo framarlega sem hún nær ráðleggingum Lýðheilsustöðvar um hreyfingu. Börn og unglingum er ráðlagt að hreyfa sig í a.m.k. 60 mínútur á dag og fullorðnir a.m.k. 30 mínútur á dag.

Hægt er að nálgast frekari upplýsingar hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×