Erlent

Bretar vilja breytingar

William Hague, utanríkisráðherra Breta.
William Hague, utanríkisráðherra Breta. Mynd/AP
„Það er ekki okkar að ákveða hver leiðir Egyptaland heldur egypsku þjóðarinnar,“ segir William Hague, utanríkisráðherra Breta. Hann telur þó brýnt að Egyptar ráðist í umfangsmiklar breytingar. Þær þurfi að ná fram með friðsamlegum og lýðræðislegum hætti. Þetta kom fram í máli ráðherrans eftir að ljóst var að Hosni Mubarak mun sitja áfram sem forseti Egyptalands, en fjölmargir bjuggust við því að hann myndi segja af sér í kvöld.

Gríðarlegur mannfjöldi er nú samankominn á götum stærstu borga Egyptalands og mótmælir kröftulega, en fólkið tók yfirlýsingum Mubaraks afar illa. Mótmælin hafa nú staðið linnulaust í 17 daga.

Í sjónvarpsávarpi sínu sagði Mubarak að Omar Suleiman, sem nýverið tók við sem varaforseti, fá aukinn völd og að gerðar verði breytingar á stjórnarskrá landsins. Líkt og áður hefur komið fram ætlar Mubarak að gegna embætti forseta allt þar til kjörtímabil hans rennur út í haust.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×