Innlent

Gerður Kristný hlýtur íslensku bókmenntaverðlaunin

Bókmenntaverðlaun Íslands voru afhent á Bessastöðum í dag. Gerður Kristný hlaut verðlaunin í flokki fagurbókmennta fyrir ljóðabókina Blóðhófnir. Í flokki fræðirita og bóka almenns efnis hlaut Helgi Hallgrímsson verðlaunin fyrir Sveppabókin - íslenskir sveppir og sveppafræði.

Verðlaunin voru afhent í tuttugusta og annað skiptið. Verðlaunaféið nemur 750 þúsund krónum í hvorum flokki. Forseti Íslands sett samkomuna og því næst flutti Kristján B. Jónasson, formaður Félags íslenskra bókaútgefanda og eiginmaður Gerðar Kristnýjar, erindi.

Lokadómnefndin var skipuð Salvöru Aradóttur, leikhúsfræðingi, Ingunni Ásdísardóttur bókmenntafræðingi og Þorsteini Gunnarssyni sérfræðingi hjá Rannís.

Verðlaunahafarnir Gerður Kristný og Helgi Hallgrímsson.MYND/Sigurjón
Eftirtaldar bækur voru tilnefndar:

Í flokki fagurbókmennta:

Bragi Ólafsson: Handritið að kvikmynd Arnar Featherby og Jóns Magnússonar um uppnámið á veitingahúsinu eftir Jenný Alexson. Mál og menning.

Bergsveinn Birgisson: Svar við bréfi Helgu. Bjartur.

Gerður Kristný: Blóðhófnir. Mál og menning.

Sigurður Guðmundsson: Dýrin í Saigon. Mál og menning.

Þórunn Erlu-Valdimarsdóttir: Mörg eru ljónsins eyru. JPV útgáfa.



Í flokki fræðirita og bóka almenns efnis:

Einar Falur Ingólfsson: Sögustaðir - í fótspor W.G. Collingwoods. Crymogea og Þjóðminjasafn Íslands.

Guðni Th. Jóhannesson: Gunnar Thoroddsen - Ævisaga. JPV útgáfa.

Helgi Hallgrímsson: Sveppabókin - Íslenskir sveppir og sveppafræði. Skrudda.

Margrét Guðmundsdóttir: Saga hjúkrunar á Íslandi á 20. öld. Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga.

Sigrún Pálsdóttir: Þóra biskups og raunir íslenskrar embættismannastéttar. JPV útgáfa.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×