Erlent

Slökkt á netinu til þess að lægja öldur í Egyptalandi

Mótmæli í Egyptalandi.
Mótmæli í Egyptalandi.

Internetið hefur legið niðri í Egyptalandi í dag auk þess sem samskipti með farsímum hafa gengið treglega. Ástæðan er ótti egypskra yfirvalda um gríðarlega fjölmenn mótmæli sem hafa verið boðuð út um allt landið í dag.

Hefð er fyrir því í Mið-Austurlöndum að mótmæli eflist til muna á föstudegi eftir bænastundir í moskum.

Aðgerðir stjórnvalda gegn internetinu er til marks um það að átökin gætu orðið verulega hörð. Þegar hafa sjö látist, þar af einn lögreglumaður.

Stjórnarandstæðingar segja að yfirvöld hafi handtekið um 2000 mótmælendur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×