Erlent

Lesbíum meinað að gifta sig

Cestino og Hasslauer ásamt börnunum sínum fjórum
Cestino og Hasslauer ásamt börnunum sínum fjórum Mynd/AFP
Stjórnarskrárréttur í Frakklandi úrskurðaði í dag að lesbískt par mætti ekki gifta sig. Parið á fjögur börn en rétturinn úrskurðaði að það væri í höndum stjórnmálamanna að breyta lögum.

Þær Corinne Cestino og Sophie Hasslauer hafa búið saman í fimmtán ár og eru í staðfestri sambúð. Þær fóru fram á að gifta sig í heimalandi sínu, Frakklandi, en með því væri Frakkland samstíga löndum á borð við Spán, Holland, Belgíu, Portúgal, Svíþjóð, Noreg og Ísland, en í þessum löndum mega samkynhneigðir gifta sig.

„Þetta snýst ekki bara um að við giftum okkur, heldur hafa réttinn til að mega gifta sig," segir Corinne Cestino við franska fjölmiðla.

Í nýlegri skoðanakönnun í Frakklandi kom í ljós að 58 prósent Frakka eru fylgjandi hjónabandi samkynhneigðra en 35 prósent á móti því.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×