Fulham datt út á marki í uppbótartíma - úrslitin í Evrópudeildinni í kvöld Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. desember 2011 12:54 Mynd/Nordic Photos/Getty Enska liðið Fulham féll út úr Evrópudeildinni á dramatískan hátt í kvöld en liðið var á leiðinni í 32 liða úrslitin þar til að Baye Djiby Fall tryggði OB jafntefli á þriðju mínútu í uppbótartíma. Red Bull Salzburg, Besiktas, Lazio og Steaua Búkarest komust einnig í 32 liða úrslitin í kvöld. Fulham var ekki eina þekkta félagið sem datt út í kvöld því það dugði ekki franska liðinu Paris Saint Germain ekki að vinna Athletic Bilbao. Fulham komst í 2-0 á móti danska liðinu OD frá Óðinsvéum og var á leiðinni í 32 liða úrslitin með sigri. Danska liðið minnkaði muninn á 64. mínútu og nýtti sér síðan kraftleysi Fulham-manna í lokin og tryggði sér jafntefli með marki í uppbótartíma. Fulham sat því eftir með sárt ennið og pólska liðið Wisla Krakow komst áfram eftir sigur á toppliði Twente sem var búið að vinna K-riðilinn. Paris Saint Germain sat eftir í F-riðlinum þrátt fyrir 4-2 sigur á toppliði Athletic Bilbao. RB Salzburg vann 3-2 útisigur á Slovan Bratislava og sá sigur skilaði liðinu öðru sætinu í riðlinum. Sigurmark Austurríkismannanna var sjálfsmark Tékkanna. Stoke telfdi fram hálfgerðu varaliði enda komið áfram í 32 liða úrslitin. Ricardo Fuller kom liðinu yfir í 1-0 en Besiktas-liðið skoraði þrjú mörk á síðasta hálftímanum eftir að Matthew Upson var rekinn útaf. Besiktas tryggði sér þar með bæði sæti 32 liða úrslitunum og sigur í E-riðlinum. Ítalska liðið Lazio tryggði sér sæti í 32 liða úrsltinum með 2-0 sigri á Sporting en portúgalska liðið var búið að tryggja sér sigur í D-riðlinum fyrir lokaumferðina.Úrslit og markaskorarar í leikjum kvöldsins:D-riðill: (Sporting Lisbonog Laziofóru áfram)18:00 FC Zurich - FC Vaslui 2-0 1-0 Xavier Margairaz (69.), 2-0 Oliver Buff (90.)18:00 Lazio - Sporting Lisbon 2-0 1-0 Libor Kozák (42.), 2-0 Giuseppe Sculli (55.)K-riðill: (Twente og Wisla Krakow fóru áfram)20.05: Wisla Krakow - Twente 2-1 1-0 Lukasz Gargula (12.), 1-1 Luuk De Jong (39.), 2-1 Tzvetan Genkov (46.)20.05: Fulham - OB 2-2 1-0 Clint Dempsey (27.), 2-0 Kerim Frei (31.), 2-1 Hans Henrik Andreasen (64.), 2-2 Baye Djiby Fall (90.+3)E-riðill: (Besiktas og Stokefóru áfram)18.00: Dynamo Kiev - Maccabi Tel Aviv 3-3 1-0 Leandro Almeida (12.), 2-0 Oleg Gusev (17.), 2-1 Omer Vered (49.), 2-2 Eliran Atar (62.), 2-3 Muanes Dabur (75.), 3-3 Oleg Gusev (80.).18.00: Besiktas - Stoke City 3-1 0-1 Ricardo Fuller (29.), 1-1 Manuel Fernandes (59.), 2-1 Mustafa Pektemek (74.), 3-1 Edu (83.).J-riðill: (Schalke 04 og Steaua Búkarest fóru áfram)20.05: Maccabi Haifa - Schalke 0-3 0-1 Sjálfsmark (7.), 0-2 Ciprian Marica (84.), 0-3 Andreas Wiegel (90.)20.05: Staua Búkarest - AEK Larnaca 3-1 1-0 Raul Rusescu (55.), 1-1 Gorka Pintado (61.), 2-1 Stefan Nikolic (70.), 3-1 Stefan Nikolic (85.)F-riðill: (Athletic Bilbao ogSalzburg fóru áfram)18.00: Slovan Bratislava - Salzburg 2-3 1-0 Milos Lacny (3.), 2-0 Milos Lacny (6.), 2-1 Jakob Jantscher (19.), 2-2 Leonardo (24.), 2-3 Sjálfsmark (52.).18.00: PSG - Athletic Bilbao 4-2 0-1 Jon Aurtenetxe (3.), 1-1 Javier Pastore (21.), 2-1 Mathieu Bodmer (41.), 2-2 David López (56.), 3-2 Sjálfmark (85.), 4-2 Guillaume Hoarau (90.)L-riðill: (Anderlecht og Lokomotiv Moskva fóru áfram)20.05: Sturm Graz - AEK Aþena 1-3 0-1 Konstantinos Manolas (10.), 0-2 Nathan Burns (43.), 1-2 Florian Kainz (59.), 1-3 Viktor Klonaridis (77.)20.05: Anderlecht - Lokomotiw Moskva 5-3 0-1 Vladislav Ignatjev (21.), 1-1 Sacha Kljestan (33), 2-1 Fernando Canesin Matos (39.), 3-1 Marcin Wasilewski (57.), 4-1 Matías Suarez (61.), 4-2 Dmitri Sychev (69.), 5-2 Guillaume Gillet (78.), 5-3 Dmitri Sychev (89.). Evrópudeild UEFA Mest lesið Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Enski boltinn Misreiknaði sig á mjög mikilvægum tímapunkti Sport Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Enski boltinn Aldrei eins margir á heimslistanum fallið úr leik fyrir jól Sport Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Enski boltinn Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Enski boltinn Músaskítur í leikhúsi draumanna Enski boltinn Eftirmaður Amorim strax á útleið Fótbolti Embiid rekinn af velli fyrir reiðiskast eftir að hafa rutt Wembanyama Körfubolti Fleiri fréttir Músaskítur í leikhúsi draumanna Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Sjá meira
Enska liðið Fulham féll út úr Evrópudeildinni á dramatískan hátt í kvöld en liðið var á leiðinni í 32 liða úrslitin þar til að Baye Djiby Fall tryggði OB jafntefli á þriðju mínútu í uppbótartíma. Red Bull Salzburg, Besiktas, Lazio og Steaua Búkarest komust einnig í 32 liða úrslitin í kvöld. Fulham var ekki eina þekkta félagið sem datt út í kvöld því það dugði ekki franska liðinu Paris Saint Germain ekki að vinna Athletic Bilbao. Fulham komst í 2-0 á móti danska liðinu OD frá Óðinsvéum og var á leiðinni í 32 liða úrslitin með sigri. Danska liðið minnkaði muninn á 64. mínútu og nýtti sér síðan kraftleysi Fulham-manna í lokin og tryggði sér jafntefli með marki í uppbótartíma. Fulham sat því eftir með sárt ennið og pólska liðið Wisla Krakow komst áfram eftir sigur á toppliði Twente sem var búið að vinna K-riðilinn. Paris Saint Germain sat eftir í F-riðlinum þrátt fyrir 4-2 sigur á toppliði Athletic Bilbao. RB Salzburg vann 3-2 útisigur á Slovan Bratislava og sá sigur skilaði liðinu öðru sætinu í riðlinum. Sigurmark Austurríkismannanna var sjálfsmark Tékkanna. Stoke telfdi fram hálfgerðu varaliði enda komið áfram í 32 liða úrslitin. Ricardo Fuller kom liðinu yfir í 1-0 en Besiktas-liðið skoraði þrjú mörk á síðasta hálftímanum eftir að Matthew Upson var rekinn útaf. Besiktas tryggði sér þar með bæði sæti 32 liða úrslitunum og sigur í E-riðlinum. Ítalska liðið Lazio tryggði sér sæti í 32 liða úrsltinum með 2-0 sigri á Sporting en portúgalska liðið var búið að tryggja sér sigur í D-riðlinum fyrir lokaumferðina.Úrslit og markaskorarar í leikjum kvöldsins:D-riðill: (Sporting Lisbonog Laziofóru áfram)18:00 FC Zurich - FC Vaslui 2-0 1-0 Xavier Margairaz (69.), 2-0 Oliver Buff (90.)18:00 Lazio - Sporting Lisbon 2-0 1-0 Libor Kozák (42.), 2-0 Giuseppe Sculli (55.)K-riðill: (Twente og Wisla Krakow fóru áfram)20.05: Wisla Krakow - Twente 2-1 1-0 Lukasz Gargula (12.), 1-1 Luuk De Jong (39.), 2-1 Tzvetan Genkov (46.)20.05: Fulham - OB 2-2 1-0 Clint Dempsey (27.), 2-0 Kerim Frei (31.), 2-1 Hans Henrik Andreasen (64.), 2-2 Baye Djiby Fall (90.+3)E-riðill: (Besiktas og Stokefóru áfram)18.00: Dynamo Kiev - Maccabi Tel Aviv 3-3 1-0 Leandro Almeida (12.), 2-0 Oleg Gusev (17.), 2-1 Omer Vered (49.), 2-2 Eliran Atar (62.), 2-3 Muanes Dabur (75.), 3-3 Oleg Gusev (80.).18.00: Besiktas - Stoke City 3-1 0-1 Ricardo Fuller (29.), 1-1 Manuel Fernandes (59.), 2-1 Mustafa Pektemek (74.), 3-1 Edu (83.).J-riðill: (Schalke 04 og Steaua Búkarest fóru áfram)20.05: Maccabi Haifa - Schalke 0-3 0-1 Sjálfsmark (7.), 0-2 Ciprian Marica (84.), 0-3 Andreas Wiegel (90.)20.05: Staua Búkarest - AEK Larnaca 3-1 1-0 Raul Rusescu (55.), 1-1 Gorka Pintado (61.), 2-1 Stefan Nikolic (70.), 3-1 Stefan Nikolic (85.)F-riðill: (Athletic Bilbao ogSalzburg fóru áfram)18.00: Slovan Bratislava - Salzburg 2-3 1-0 Milos Lacny (3.), 2-0 Milos Lacny (6.), 2-1 Jakob Jantscher (19.), 2-2 Leonardo (24.), 2-3 Sjálfsmark (52.).18.00: PSG - Athletic Bilbao 4-2 0-1 Jon Aurtenetxe (3.), 1-1 Javier Pastore (21.), 2-1 Mathieu Bodmer (41.), 2-2 David López (56.), 3-2 Sjálfmark (85.), 4-2 Guillaume Hoarau (90.)L-riðill: (Anderlecht og Lokomotiv Moskva fóru áfram)20.05: Sturm Graz - AEK Aþena 1-3 0-1 Konstantinos Manolas (10.), 0-2 Nathan Burns (43.), 1-2 Florian Kainz (59.), 1-3 Viktor Klonaridis (77.)20.05: Anderlecht - Lokomotiw Moskva 5-3 0-1 Vladislav Ignatjev (21.), 1-1 Sacha Kljestan (33), 2-1 Fernando Canesin Matos (39.), 3-1 Marcin Wasilewski (57.), 4-1 Matías Suarez (61.), 4-2 Dmitri Sychev (69.), 5-2 Guillaume Gillet (78.), 5-3 Dmitri Sychev (89.).
Evrópudeild UEFA Mest lesið Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Enski boltinn Misreiknaði sig á mjög mikilvægum tímapunkti Sport Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Enski boltinn Aldrei eins margir á heimslistanum fallið úr leik fyrir jól Sport Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Enski boltinn Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Enski boltinn Músaskítur í leikhúsi draumanna Enski boltinn Eftirmaður Amorim strax á útleið Fótbolti Embiid rekinn af velli fyrir reiðiskast eftir að hafa rutt Wembanyama Körfubolti Fleiri fréttir Músaskítur í leikhúsi draumanna Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Sjá meira