Erlent

Rannsaka dauða tveggja milljóna fiska í Maryland

Yfirvöld í Maryland í Bandaríkjunum eru nú að rannsaka dauða um tveggja milljóna fiska í Chesapeake flóanum.

Í tilkynningu frá umhverfisráðuneyti ríkisins segir að fyrstu vísbendingar bendi til þess að náttúrulegar orsakir liggi hér að baki, það er að kuldi hafi valdið dauða fiskanna.

Þessi fiskadauði kemur í framhaldi af því að um 100.000 fiskar fundust dauðir í á í Arkansas en sá dauði er talinn stafa af sjúkdómi.

Fiskadauði sem þessi hefur áður komið upp að vetrarlagi í Maryland það er árin 1976 og 1980.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×