Innlent

Upplýsinga- og vefmál sameinuð hjá borginni

Borgarráð hefur samþykkt að unnið verði að sameiningu upplýsinga- og vefmála hjá Reykjavíkurborg.

Markmiðið með sameiningunni er að efla faglega upplýsingagjöf til almennings, auka skilvirkni og ná fram hagræðingu.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Reykjavíkurborg.

Auknar kröfur um aðgengi að upplýsingum í nútímasamfélagi kalla á öfluga upplýsingamiðlun. Með tilkomu nýrra samskiptamiðla hafa ennfremur skapast fleiri tækifæri til upplýsingamiðlunar og tengsla við borgarbúa til dæmis með skoðanakönnunum og kosningum á vef borgarinnar um ýmis málefni. Jafnframt felast mikil tækifæri í því að efla enn frekar rafræna þjónustu á heimasíðu borgarinnar



Gert er ráð fyrir að sameinuð upplýsinga- og vefdeild verði staðsett í Ráðhúsi og að auglýst verði eftir upplýsingastjóra sem muni leiða undirbúning að stofnun deildarinnar. Unnið verður að sameiningunni í samvinnu við viðkomandi starfsmenn og stjórnendur sviða og stofnana Reykjavíkurborgar.

Endanleg útfærsla tillögunnar verður unnin á næstu vikum og lögð fyrir borgarráð að því loknu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×