Erlent

Fór í rusl þegar hann ætlaði að fremja sjálfsmorð

Ruslið á götum borgarinnar er gríðarlegt.
Ruslið á götum borgarinnar er gríðarlegt.

Hinn 26 ára gamli Vangelis Icapatos varð einstaklega heppinn, eða óheppinn - fer reyndar eftir því hvernig á málið er litið - þegar hann stökk niður af níundu hæð fjölbýlishúss í New York og lenti ofan á hrúgu af ruslapokum.

Vangelis ætlaði að svipta sig lífi þegar hann stökk út um gluggann. Hann féll svo niður og lenti á bakinu - í ruslinu.

Sjúkrabíll var kallaður til sem flutti hann í einum hvelli á nærliggjandi spítala þar sem þær upplýsingar fengust, samkvæmt New York Post, að ástand hans væri stöðugt.

Ruslahirða hefur verið verulega ábótavant í borginni eftir að snjóstormur geysaði á austurströnd Bandaríkjanna á öðrum í jólum. Nær allar samgöngu lágu niðri í kjölfarið og soprhirða lagðist af. Það þarf svo sem engan snilling til þess að átta sig á því að ef ruslið er ekki hirt nær daglega í borginni þá fyllast stéttir og götur af rusli.

Vandamálið varðandi sorphirðuna er mikið í umræðunni í borginni. Meðal annars rannsaka borgaryfirvöld nokkra ruslakalla sem duttu í það í staðinn fyrir að hreinsa sorpið.

En það virðist hafa orðið Vangelis til happs, hann mun ná sér að sögn lækna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×