Erlent

Ríflega tvær milljónir fyrir að hakka Google Chrome

Google eru svo öryggir á því að ekki sé hægt að hakka Google Chrome vafrann sinn að fyrirtækið hefur heitið ríflega tveimur milljónum króna og fartölvu fyrir þann fyrsta sem nær að brjótast inn á vafrann.

Fyrirtækið býður verðlaunin í tilefni af Pwn2Own-keppninni sem haldin verður í næsta mánuði. Keppnin er haldin í Vancouver en þar hittast „hakkarar" og reyna að hakka vafra á borð við, Internet Explorer, Mozilla Firefox, Safari og Google Chrome.

Þrjú fyrstu fyrirtækin hafa heitið 1,7 milljónum fyrir þann fyrsta sem ná að brjótast inn á vafrann. En Google gerir enn betur og býður 2,3 milljónir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×