Innlent

Kona handtekin eftir húsleit

Mynd/Pjetur
Lögreglumenn lögðu hald á fíkniefni við húsleit í íbúð í fjölbýlishúsi í austurhluta Reykjavíkur í gær. Um var að ræða amfetamín en talið er að það hafi verið ætlað til sölu. Húsráðandi, kona á fertugsaldri, var handtekin í þágu rannsóknarinnar. Karl um þrítugt var handtekinn skömmu áður en húsleitin hófst en sá var að koma úr áðurnefndri íbúð. Í fórum hans fannst einnig amfetamín.

Lögreglan minni á fíkniefnasímann. Í hann má hringja nafnlaust til að koma á framfæri upplýsingum um fíkniefnamál. Fíkniefnasíminn er samvinnuverkefni lögreglu og tollyfirvalda og er liður í baráttunni við fíkniefnavandann. Símanúmerið er 800-5005.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×