Innlent

Lítil áhersla á Austurland í kynningarbæklingum

Of lítil áhersla er lögð á Austurland í kynningarbæklingum fyrir erlendra ferðamenn að mati ferðaþjónustuaðila á svæðinu. Gistihúsaeigandi segir að menn einblíni of mikið á suðvesturhorn landsins

Ferðasumarið hefur byrjað vel á Austurlandi. Mælanleg aukning er á komu erlendra ferðamanna en aukningin er þó undir væntingum. Ferðaþjónustuaðilar á svæðinu segja þörf á að sumarið teygist í báðar áttir þannig að ferðamenn komi fyrr og staldri lengur við. Þá telja þeir þekkingu innlendra ferðaskrifstaofa á austurlandi mjög takmarkaða.

Gunnlaugur Jónasson sem rekur Gistihúsið á Egilsstöðum segir það stundum gleymast að minnast á Austurlandið á meðan mikið sé talað um gullna hringinn og Suðurland. Það sé aðallega verið að hugsa um að selja flugferðir til íslands en kannski megi vera aðeins markvissari í því að selja allt landið.

Júnímánuður var kaldur fyrir austan og það hefur valdið því að ferðamenn sem koma með norrænu stoppa stutt á Austurlandi. Mest arðsemi fæst hinsvegar að sögn ferðaþjónustuaðila þegar ferðamenn dvelja lengur en í eina nótt, en stutta viðkomu ferðamanna hljóti að mega kenna veðurstofunni um.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×