Innlent

Keppt í Rugby á Hlíðarenda

Fyrsti opinberi Rugby leikurinn sem fram hefur farið hér á landi var leikinn á Valsvellinum að Hlíðarenda í gær. Rugby félag Reykjavíkur tók á móti Thunderbird Old Boys frá Bandaríkjunum og var Vilhelm Gunnarsson ljósmyndari Fréttablaðsins á staðnum og tók meðfylgjandi myndir.

Lið Thunderbird er skipað fyrrum nemendum við Thunderbird skólann í Phoenix og ferðast milli landa til að keppa í Rugby. Rugby félag Reykjavíkur var stofnað fyrr á þessu ári en liðsmenn félagsins höfðu æft að kappi í rúmt ár fyrir leikinn í dag. 40 íþróttamenn eru virkir í félaginu hér á landi og leikurinn í dag var sá fyrsti þar sem 15 keppendur eru í hvoru liði. Leikar fóru á þann veg að Rugby félag Reykjavíkur sigraði með 45 stigum gegn 26.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×