Erlent

Baskar mótmæla fangaflutningum

Baskar mótmæla.
Baskar mótmæla.
Um fjörtíu þúsund manns komu saman í Bilbaó í Baskalandi á Spáni í morgun til að mótmæla flutningi baskneskra fanga í fangelsi fjarri heimilum þeirra. Um er að ræða liðsmenn ETA hreyfingarinnar sem sitja inni fyrir andóf og hryðjuverk.

Staðan í baskahéruðunum er viðkvæm þar sem stjórnvöld reyna að ná samningum við ETA um varanlegt vopnahlé í baráttu ETA fyrir sjálfstæði Baskalands.

Formaður Þjóðernisflokks Baska krafist þess á mótmælafundinum í morgun að alvarlega veikum föngum yrði sleppt og sagði aðstandendur þeirra þurfa að ferða þúsundir kílómetra á ári til að heimsækja þá.

ETA lýsti yfir vopnahléi í september í fyrra en hefur enn ekki lýst því yfir að vopnaðri baráttu samtakanna sé lokið fyrir fullt og allt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×