Ungt fólk vill vinna í Evrópu 28. maí 2011 08:00 Um 85 prósent íslenskra ungmenna hafa áhuga á því að vinna í öðru Evrópulandi í framtíðinni. Þar af hafa rúm fjörutíu prósent áhuga á því að flytja til útlanda vegna vinnu til langs tíma. Þetta kemur fram í nýrri könnun Evrópusambandsins, Flash Eurobarometer on Youth, sem gerð var meðal ungs fólks í 31 Evrópulandi í byrjun ársins. Hlutfall þeirra sem vilja flytja til útlanda vegna vinnu reyndist hæst meðal ungmenna á Íslandi, en Svíar, Búlgarar, Rúmenar og Finnar fylgja fast á hæla þeirra. Lægst var hlutfallið meðal ungra Tyrkja, en einungis fimmtán prósent þeirra hafa áhuga á því að flytja út landi. Athygli vekur að 38 prósent ungra Íslendinga segjast hafa dvalið erlendis í að minnsta kosti mánuð vegna vinnu, náms eða sjálfboðastarfs. Þar eru ekki með talin ferðalög og frí. Hlutfallið er einungis hærra í Lúxemborg, þar sem 39 prósent hafa unnið erlendis. Ástæðurnar fyrir því að íslensk ungmenni höfðu ekki dvalið erlendis voru ýmist þær að áhuginn væri ekki fyrir hendi, fjárhagslegir erfiðleikar eða fjölskylduábyrgð. Halldór S. Guðmundsson, lektor við félagsráðgjafardeild Háskóla Íslands, segir margar ástæður geta legið að baki því að svona hátt hlutfall ungs fólks vilji burt úr landi. Halldór hefur unnið mikið að rannsóknum á atvinnuleysi hérlendis og kennir á því sviði. „Ísland er mjög alþjóðlegt land og það er ekkert nýtt. Við erum eyland, ferðumst mikið og erum snemma búin að gera ráð fyrir því að við munum líklega flytjast búferlum á einhverjum tímapunkti," segir Halldór. Hann segir þá umræðu sem hefur skapast um atvinnuleysi ungs fólks líka geta haft áhrif á löngunina til að leita á önnur mið. Hátt hlutfall þeirra sem eru tilbúnir til að flytja til útlanda til langs tíma bendi sérstaklega til þess. „Það sem hefur einkennt ungt fólk án atvinnu, er að sá hópur hefur haft mjög lítið af tækifærum í allnokkurn tíma," segir Halldór. „Það sér ekki alveg í ljósið í göngunum hjá okkur enn þá eftir hrunið. En inn í þetta getur líka spilað ævintýraþrá og óskin um að komast í eitthvað betra og prófa eitthvað nýtt." sunna@frettabladid.is Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Fleiri fréttir Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Sjá meira
Um 85 prósent íslenskra ungmenna hafa áhuga á því að vinna í öðru Evrópulandi í framtíðinni. Þar af hafa rúm fjörutíu prósent áhuga á því að flytja til útlanda vegna vinnu til langs tíma. Þetta kemur fram í nýrri könnun Evrópusambandsins, Flash Eurobarometer on Youth, sem gerð var meðal ungs fólks í 31 Evrópulandi í byrjun ársins. Hlutfall þeirra sem vilja flytja til útlanda vegna vinnu reyndist hæst meðal ungmenna á Íslandi, en Svíar, Búlgarar, Rúmenar og Finnar fylgja fast á hæla þeirra. Lægst var hlutfallið meðal ungra Tyrkja, en einungis fimmtán prósent þeirra hafa áhuga á því að flytja út landi. Athygli vekur að 38 prósent ungra Íslendinga segjast hafa dvalið erlendis í að minnsta kosti mánuð vegna vinnu, náms eða sjálfboðastarfs. Þar eru ekki með talin ferðalög og frí. Hlutfallið er einungis hærra í Lúxemborg, þar sem 39 prósent hafa unnið erlendis. Ástæðurnar fyrir því að íslensk ungmenni höfðu ekki dvalið erlendis voru ýmist þær að áhuginn væri ekki fyrir hendi, fjárhagslegir erfiðleikar eða fjölskylduábyrgð. Halldór S. Guðmundsson, lektor við félagsráðgjafardeild Háskóla Íslands, segir margar ástæður geta legið að baki því að svona hátt hlutfall ungs fólks vilji burt úr landi. Halldór hefur unnið mikið að rannsóknum á atvinnuleysi hérlendis og kennir á því sviði. „Ísland er mjög alþjóðlegt land og það er ekkert nýtt. Við erum eyland, ferðumst mikið og erum snemma búin að gera ráð fyrir því að við munum líklega flytjast búferlum á einhverjum tímapunkti," segir Halldór. Hann segir þá umræðu sem hefur skapast um atvinnuleysi ungs fólks líka geta haft áhrif á löngunina til að leita á önnur mið. Hátt hlutfall þeirra sem eru tilbúnir til að flytja til útlanda til langs tíma bendi sérstaklega til þess. „Það sem hefur einkennt ungt fólk án atvinnu, er að sá hópur hefur haft mjög lítið af tækifærum í allnokkurn tíma," segir Halldór. „Það sér ekki alveg í ljósið í göngunum hjá okkur enn þá eftir hrunið. En inn í þetta getur líka spilað ævintýraþrá og óskin um að komast í eitthvað betra og prófa eitthvað nýtt." sunna@frettabladid.is
Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Fleiri fréttir Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Sjá meira