Innlent

60% bera traust til barnaverndarnefnda

börn að leik Barnaverndarnefndir geta vel við unað samkvæmt niðurstöðum rannsóknar á trausti almennings til þeirra. fréttablaðið/anton
börn að leik Barnaverndarnefndir geta vel við unað samkvæmt niðurstöðum rannsóknar á trausti almennings til þeirra. fréttablaðið/anton
Tæplega sextíu prósent landsmanna bera frekar mikið eða mjög mikið traust til barnaverndarnefnda. Þetta er niðurstaða rannsóknar á trausti almennings til barnaverndarnefnda, sem er sú fyrsta sinnar tegundar á Íslandi.

Anni G. Haugen, lektor við félagsráðgjafadeild Háskóla Íslands, skrifar grein um rannsóknina í nýjasta tölublaði Tímarits félagsráðgjafa. Þar kemur fram að 59 prósent beri mikið eða frekar mikið traust til barnaverndarnefnda, 23 prósent frekar lítið eða mjög lítið en 19 prósent segja hvorki bera lítið né mikið traust til þeirra. 977 svöruðu spurningunni.

Barnaverndarnefndir geta vel við unað, en Anni segir það verkefni sem aldrei ljúki að auka traustið. Mikilvægt sé að almenningur geti borið traust til barnaverndar.

Yngra fólk treystir nefndunum betur en eldra fólk. 73 prósent fólks á aldrinum 18 til 29 ára báru mikið traust til þeirra en 45 prósent 60 ára og eldri.

Fleiri karlar en konur treystu nefndunum vel, og fólk á landsbyggðinni meira en þeir sem búa á höfuðborgarsvæðinu. Þessi munur var þó ekki marktækur. Þá virðist traust vera meira hjá þeim sem eru með mikla bóklega menntun en þeim sem eru lítið menntaðir. - þeb




Fleiri fréttir

Sjá meira


×