Nauðgarar hræða þolendur frá því að leggja fram kæru 16. maí 2011 06:30 Eyrún Jónsdóttir segir þolendur nauðgana oft upplifa nákvæmar og berorðar lýsingar atvika í fjölmiðlum eins og annað áfall. Í sumum tilvikum hræði þær konurnar frá því að kæra. Fréttablaðið/Anton Færst hefur í vöxt að karlmenn sem nauðga konum hóti þeim til þess að fæla þær frá því að kæra málið til lögreglu. Meira ber á ófyrirleitni gerenda en áður og þolendur eru hræddari við þá. Þetta segir Eyrún Björg Jónsdóttir, verkefnisstjóri Neyðarmóttöku Landspítala fyrir þolendur kynferðisofbeldis. „Umhverfið er að breytast og því miður fylgja þessar hliðar svona málum þannig að konur óttast að ef þær kæri hafi þær verra af. Þeim er beinlínis hótað því.“ Fram hefur komið í Fréttablaðinu að kærur vegna kynferðisbrota hafa streymt til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á undanförnum mánuðum. Fyrstu fjóra mánuði ársins voru þær 76 talsins, þar af 33 vegna nauðgunar. Eyrún segir að málum hafi ekki fjölgað hjá Neyðarmóttökunni í ár miðað við undangengin ár. Á fyrstu fjórum mánuðum ársins leituðu 40 til móttökunnar. Eyrún segir málafjölda hvers árs um 120 og um 40 til 45 þolendur kæri til lögreglu. Hluti af þjónustu neyðarmóttökunnar er að útvega þolanda réttargæslumann og setja málið í ákveðið ferli. „Fjöldi kæra frá okkur er svipaður frá ári til árs. Þarna er því um að ræða fjölgun mála sem koma annars staðar frá eins og yfirmaður kynferðisbrotadeildar benti á í blaðinu,“ segir Eyrún. Þá segir Eyrún að ekki komi bara konur á neyðarmóttöku vegna nauðgunar. Í fyrra hafi átta karlmenn komið. Árin á undan hafi þeir verið á bilinu einn til sex. Enginn hafi komið það sem af er þessu ári. Eyrún segir oft erfitt fyrir þolendur kynferðisofbeldis hversu berorðar og nákvæmar lýsingar atvika séu í fjölmiðlum. „Þetta upplifa brotaþolar oft sem annað áfall,“ útskýrir hún. „Konurnar hafa jafnvel ekki einu sinni sagt sínum nánustu frá eðli atburðarins og þær upplifa það sem algjöra berskjöldun og ógn við sjálfsmynd þeirra að hægt skuli vera að japla svona á þessum málum.“ Eyrún segir að þolendur búist við opinskárri umfjöllun og í einhverjum tilvikum hræði hún þá frá því að kæra. jss@frettabladid.is Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Erlent Fleiri fréttir Réttindalaus dreginn af öðrum Fjórir slasaðir eftir alvarlegt slys Endurskoða varðveislu á upptökum lögreglu eftir að gögnum var eytt Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Sjá meira
Færst hefur í vöxt að karlmenn sem nauðga konum hóti þeim til þess að fæla þær frá því að kæra málið til lögreglu. Meira ber á ófyrirleitni gerenda en áður og þolendur eru hræddari við þá. Þetta segir Eyrún Björg Jónsdóttir, verkefnisstjóri Neyðarmóttöku Landspítala fyrir þolendur kynferðisofbeldis. „Umhverfið er að breytast og því miður fylgja þessar hliðar svona málum þannig að konur óttast að ef þær kæri hafi þær verra af. Þeim er beinlínis hótað því.“ Fram hefur komið í Fréttablaðinu að kærur vegna kynferðisbrota hafa streymt til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á undanförnum mánuðum. Fyrstu fjóra mánuði ársins voru þær 76 talsins, þar af 33 vegna nauðgunar. Eyrún segir að málum hafi ekki fjölgað hjá Neyðarmóttökunni í ár miðað við undangengin ár. Á fyrstu fjórum mánuðum ársins leituðu 40 til móttökunnar. Eyrún segir málafjölda hvers árs um 120 og um 40 til 45 þolendur kæri til lögreglu. Hluti af þjónustu neyðarmóttökunnar er að útvega þolanda réttargæslumann og setja málið í ákveðið ferli. „Fjöldi kæra frá okkur er svipaður frá ári til árs. Þarna er því um að ræða fjölgun mála sem koma annars staðar frá eins og yfirmaður kynferðisbrotadeildar benti á í blaðinu,“ segir Eyrún. Þá segir Eyrún að ekki komi bara konur á neyðarmóttöku vegna nauðgunar. Í fyrra hafi átta karlmenn komið. Árin á undan hafi þeir verið á bilinu einn til sex. Enginn hafi komið það sem af er þessu ári. Eyrún segir oft erfitt fyrir þolendur kynferðisofbeldis hversu berorðar og nákvæmar lýsingar atvika séu í fjölmiðlum. „Þetta upplifa brotaþolar oft sem annað áfall,“ útskýrir hún. „Konurnar hafa jafnvel ekki einu sinni sagt sínum nánustu frá eðli atburðarins og þær upplifa það sem algjöra berskjöldun og ógn við sjálfsmynd þeirra að hægt skuli vera að japla svona á þessum málum.“ Eyrún segir að þolendur búist við opinskárri umfjöllun og í einhverjum tilvikum hræði hún þá frá því að kæra. jss@frettabladid.is
Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Erlent Fleiri fréttir Réttindalaus dreginn af öðrum Fjórir slasaðir eftir alvarlegt slys Endurskoða varðveislu á upptökum lögreglu eftir að gögnum var eytt Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Sjá meira