Innlent

Harmar að skólinn bíði hnekki

Stjórn skólans vonar að fórnalömbin upplifi réttlæti af hendi þeirra sem teljast ábyrgir.
Stjórn skólans vonar að fórnalömbin upplifi réttlæti af hendi þeirra sem teljast ábyrgir.
Stjórn Landakotsskóla hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna umfjöllunar Fréttatímans um kynferðisofbeldi gegn börnum innan Landakotsskóla á áttunda og níunda áratug síðustu aldar.

Í yfirlýsingunni segir meðal annars að málið sé „óendanlega sorglegt“ og „stjórn og starfsfólk skólans harmi að starfsemi skólans skuli nú þurfa að bíða hnekki fyrir misyndisverk einstaklinga við skólann á fyrri tíð.“

Þá sendi biskup kaþólsku kirkjunnar, Pétur Bürcher, frá sér yfirlýsingu í gær þar sem fram kom að hann hefði átt fund með lögmanni kirkjunnar, Friðjóni Erni Friðjónssyni, og Jakobi Rolland, kanslara kirkjunnar, og rætt þau málefni sem hefðu verið til umræðu að undanförnu. Þá hefði biskup þegið ráð hjá Róbert R. Spanó, formanni rannsóknarnefndar kirkjuþings, um næstu skref. Biskup hefur í hyggju að taka ákvörðun um frekari viðbrögð sín í upphafi næstu viku og verður tilkynning send fjölmiðlum af því tilefni.

Tvær konur sögðu í viðtali við Fréttatímann að þær hefðu orðið fyrir grófu kynferðislegu ofbeldi af hálfu séra A. George, þáverandi skólastjóra Landakotsskóla og staðgengils biskups kaþólsku kirkjunnar, þegar þær voru börn.

- sv




Fleiri fréttir

Sjá meira


×