Innlent

Réttur til að njóta náttúrunnar

A-nefnd stjórnlagaráðs leggur til að stjórnvöld geti sett á auðlindagjald og að leyfi til nýtingar leiði ekki til eignarréttar.fréttablaðið/gva
A-nefnd stjórnlagaráðs leggur til að stjórnvöld geti sett á auðlindagjald og að leyfi til nýtingar leiði ekki til eignarréttar.fréttablaðið/gva
A-nefnd stjórnlagaráðs hefur lagt fram þrjár tillögur um náttúru Íslands og umhverfi til afgreiðslu í áfangaskjal ráðsins. Hnykkt hefur verið á rétti almennings til að njóta náttúrunnar.

Í tillögunum er kveðið á um að auðlindir í náttúru Íslands, sem ekki eru í einkaeigu, skuli vera sameiginleg og ævarandi eign þjóðarinnar. Enginn geti fengið þær eða réttindi tengd þeim til eignar eða varanlegra afnota. Stjórnvöld beri, ásamt þeim sem nýta auðlindirnar, ábyrgð á vernd þeirra. Við nýtingu auðlindanna skuli hafa sjálfbærni að leiðarljósi.

Tillögurnar gera ráð fyrir því að stjórnvöld geti á grundvelli laga veitt leyfi til afnota eða hagnýtingar auðlinda gegn fullu gjaldi og til hóflegs tíma í senn. Slík leyfi leiði hins vegar aldrei til eignarréttar eða óafturkallanlegs forræðis yfir auðlindunum.

Verði tillögurnar að veruleika verður öllum tryggður réttur á heilnæmu umhverfi, fersku vatni, ómenguðu andrúmslofti og óspilltri náttúru. Í því felist að fjölbreytni lífs og lands sé viðhaldið og náttúruminjar, ósnortin víðerni, gróður og jarðvegur njóti verndar.

Í samræmi við Árósasamninginn er jafnframt lagt til að tryggja skuli almenningi aðgang að undirbúningi ákvarðana sem hafa áhrif á umhverfi og náttúru og aðild að málum þeim tengdum.- kóp




Fleiri fréttir

Sjá meira


×