Innlent

Takmarkanir á bótum ólögmætar

Ákvæði í íslenskum lögum um starfsmannaleigur þykir íþyngjandi.
Ákvæði í íslenskum lögum um starfsmannaleigur þykir íþyngjandi.
Það ákvæði íslensks vinnuréttar sem kveður á um að farandlaunþegi þurfi að hafa verið í fullu starfi í að minnsta kosti einn mánuð áður en hann á rétt á atvinnuleysisbótum eru ólögmætar, samkvæmt áliti ESA, eftirlitsstofnunar EFTA. Ákvæðið brýtur í bága við EES-samninginn.

Svipaðar takmarkanir í Noregi eru einnig ólögmætar.

Þetta er eitt af þremur nýlegum álitum ESA er varða Ísland. Stofnunin kvað einnig á um að ekki væri hægt að setja takmarkanir á frídaga sem flyttust á milli ára, það er að segja hvenær ársins þeir væru nýttir. Þá gaf ESA íslenskum stjórnvöldum lokaviðvörun varðandi starfsemi erlendra starfsmannaleiga hér á landi.

Þær þurfa í dag að tilkynna yfirvöldum um starfsemina átta dögum áður en hún hefst, að hafa fulltrúa á Íslandi og afhenda upplýsingar um verkamenn sem hingað eru sendir. ESA telur að sameiginleg áhrif þessara ákvæða séu íþyngjandi og brjóti í bága við EES-samninginn.- kóp




Fleiri fréttir

Sjá meira


×