Innlent

Óska eftir fundi í iðnaðarnefnd

Gunnar Bragi Sveinsson segir sátt hafa náðst um útboðsmál á Drekasvæðinu í iðnaðarnefnd. Málið hafi strandað á Alþingi. Fréttablaðið/Vilhelm
Gunnar Bragi Sveinsson segir sátt hafa náðst um útboðsmál á Drekasvæðinu í iðnaðarnefnd. Málið hafi strandað á Alþingi. Fréttablaðið/Vilhelm
„Það er klúður af hálfu stjórnarflokkanna að leggja ekki áherslu á að koma þessu máli í gegnum þingið,“ segir Gunnar Bragi Sveinsson, þingmaður Framsóknarflokksins, sem sæti á í iðnaðarnefnd Alþingis.

Hann, Jón Gunnarsson og Tryggvi Þór Herbertsson, þingmenn Sjálfstæðisflokks sem sitja í nefndinni, hafa óskað eftir því að boðað verði sem fyrst til fundar í nefndinni til að ræða stöðu útboðsmála vegna olíuleitar á Drekasvæðinu.

Ekki náðist að afgreiða nauðsynlegar lagabreytingar frá Alþingi fyrir þinglok og verður að fresta útboðum um olíuleit á svæðinu um þrjá til fjóra mánuði. - jab




Fleiri fréttir

Sjá meira


×