Innlent

Umgengni við Ylströnd slæm

Ryðgaðir naglar og brotnar bjórflöskur hafa tekið á móti sumum gestum Ylstrandarinnar í sumar.
Ryðgaðir naglar og brotnar bjórflöskur hafa tekið á móti sumum gestum Ylstrandarinnar í sumar. Mynd/Stefán
Nokkuð hefur borið á því að umgengni við svæði Ylstrandarinnar í Nauthólsvík að kvöld- og næturlagi sé slæm.

Bálkestir hafa verið kveiktir með naglaspýtum, sem þýðir að eftir situr aska og ryðgaðir naglar í sandinum. Þá hafa bjór- og vodkaflöskur verið brotnar á gangstéttum og í sandinum.

Í tilkynningu frá starfsfólki er því þess vegna beint til kvöld- og næturgesta að ganga vel um svæðið.

- mþl




Fleiri fréttir

Sjá meira


×