Innlent

Óvenjulega mikið af birkifrjói

Mikið er af grasfrjóum í loftinu í Reykjavík en nánast ekkert fyrir norðan.
Mikið er af grasfrjóum í loftinu í Reykjavík en nánast ekkert fyrir norðan. Mynd/vilhelm
Mjög mikið hefur verið af frjókornum í lofti í Reykjavík það sem af er sumri, segir Margrét Hallsdóttir, jarðfræðingur hjá Náttúrufræðistofnun Íslands. Mjög lítið hefur aftur á móti verið af frjókornum á Akureyri.

„Það hefur verið alveg ótrúlega mikið af frjókornum hér í Reykjavík alveg síðan í maí,“ segir Margrét. Sérstaklega hafi verið mikið um birkifrjó. „Það hefur bæði verið óvanalega mikið og langvarandi tímabil. Yfirleitt er birkitíminn ekki nema tvær til þrjá vikur en nú hefur hann staðið yfir allan júní og var tíu daga af maí líka.“

Sjaldan hafa frjótölur verið hærri, en þær voru einnig mjög háar í fyrra. Margrét segir að það sem af er sumri á Akureyri hafi almennt mælst mjög lítið af frjókornum.

„Mér sýnist að heildarmagnið af birkifrjóum nái að vera í meðallagi, en grasfrjóin alls ekki.“ Hún segist þó telja að margir sem þjáist af frjókornaofnæmi séu mjög fegnir að lítið sé af frjókornum, jafnvel þó að ástæðan sé slæmt veðurfar.

- þeb




Fleiri fréttir

Sjá meira


×