Erlent

Flugfreyjunum haldið fjarri

Dominique Strauss-Kahn
Dominique Strauss-Kahn
Franska blaðið Le Parisien kveðst hafa undir höndum nafnlaust bréf þar sem segir að flugfélagið Air France hafi fyrirskipað að aðeins flugþjónar en ekki flugfreyjur mættu vinna á fyrsta farrými þegar Dominique Strauss-Kahn, fyrrverandi framkvæmdastjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, væri um borð. Air France vísar þessu á bug.

Blaðið skrifar jafnframt að lögmönnum herbergisþernunnar sem sakaði Strauss-Kahn um kynferðislegt ofbeldi hefðu borist yfirlýsingar frá að minnsta kosti tveimur starfsmönnum Air France um áreitni af hálfu Strauss-Kahn.

- ibs




Fleiri fréttir

Sjá meira


×