Innlent

Breskir ferðamenn fjölmennastir sem fyrr

Ýmissa grasa gætir í alþjóðaflórunni í Leifsstöð en fyrir utan Íslendingana eru þó Bretar venjulega fjölmennastir.
Ýmissa grasa gætir í alþjóðaflórunni í Leifsstöð en fyrir utan Íslendingana eru þó Bretar venjulega fjölmennastir.
Flestir þeirra erlendu ferðamanna sem komu hingað til lands í fyrra, fljúgandi til Keflavíkur, eru breskir ríkisborgarar. Þeir voru rúmlega sextíu þúsund það ár. Þjóðverjar hafa rutt Bandaríkjamönnum úr öðru sæti og eru nú næstfjölmennastir í þessum hópi, rúmlega 54 þúsund. Þetta kemur fram í samantekt sem Hagstofan gaf nýverið út.

Bretarnir reynast vera tryggir gestir því þeir voru einnig fjölmennasti hópurinn árið 2005. Aukinn áhugi á Íslandi virðist hins vegar vera að kvikna í Þýskalandi því í fyrra komu hingað tæplega 54 þúsund Þjóðverjar, sautján þúsund fleiri en 2005.

Ferðir Iceland Express til Winnipeg setja mark sitt á þennan lista en í fyrra komu rúmlega þrettán þúsund Kanadamenn til landsins miðað við 3.400 árið 2005. Spánverjum fjölgar einnig ört í þessum hópi, en þeir voru tvöfalt fleiri í fyrra en þeir voru fyrir sex árum.

Af þessum helstu gestaþjóðum fækkaði einungis í flokki Japana, séu árin 2005 og 2010 borin saman, en þeim fækkaði um fimm hundruð.- jse




Fleiri fréttir

Sjá meira


×