Innlent

Flugmennirnir fengu kaffi og vöfflur

Flugfélagar Ottó Tynes (til hægri) og Ingvar Valdimarsson flugu til Vestmannaeyja á Piper Cub-vélinni TF-KAK á laugardag í tilefni þess að sextíu og fimm ár voru liðin frá fyrsta fluginu til Eyja, sem farið var á sömu vél.Fréttablaðið/Óskar P. Friðriksson
Flugfélagar Ottó Tynes (til hægri) og Ingvar Valdimarsson flugu til Vestmannaeyja á Piper Cub-vélinni TF-KAK á laugardag í tilefni þess að sextíu og fimm ár voru liðin frá fyrsta fluginu til Eyja, sem farið var á sömu vél.Fréttablaðið/Óskar P. Friðriksson
Vestmannaeyingar minntust fyrsta flugsins til Vestmannaeyja, sem átti sér stað hinn 14. ágúst árið 1946. Halldór Bech og Hjalti Tómasson fóru það flug á vél af gerðinni Piper Cub.

Upphaflega stóð til að fljúga sömu vél til Vestmannaeyja 14. ágúst en hætta varð við þau áform vegna veðurs. Þess í stað var flogið síðastliðinn á laugardag, og flugu 20 vélar með Piper Cub vélinni frá Bakkaflugvelli. Flugmenn fengu sér kaffi og vöfflur í tilefni dagsins og héldu svo aftur til síns heima.- sm




Fleiri fréttir

Sjá meira


×