Erlent

Skyldleikinn þykir ótvíræður

Bein úr litlum apadreng og ungum kvenapa fundust árið 2008 í Suður-Afríku. nordicphotos/AFP
Bein úr litlum apadreng og ungum kvenapa fundust árið 2008 í Suður-Afríku. nordicphotos/AFP
Tveggja milljón ára gömul bein úr lífveru sem líkist bæði öpum og mönnum virðist hafa verið einn af „týndu“ liðunum í þróun tegundanna frá öpum til manna.

Vísindamenn sem rannsakað hafa steingervinga beinanna segja fund þeirra hafa markað tímamót í rannsóknum á forsögu mannsins. Bein úr kvenapa og dreng fundust árið 2008 í hellum skammt frá Jóhannesarborg í Suður-Afríku.

Árið 1974 fannst á þessum sömu slóðum fræg beinagrind af apakonunni Lucy, sem er af sunnapategundinni Australopithecus afarensis, en vísindamenn telja þessa tegund sunnapa skylda forfeðrum manna án þess þó að nútímamaðurinn sé beinn afkomandi hennar.

Nýfundnu beinagrindurnar eru af ættkvísl sunnapa, Australopithecus, eins og Lucy, en af annarri tegund, sem hefur fengið nafnið Australopithecus sedipa. Tegundarheitið sedipa þýðir brunnur eða uppsprettulind á máli Sotho-manna í Suður-Afríku.

Af beinagrindunum tveimur má sjá að heili, hendur og fætur þessarar tegundar eiga það mikið sameiginlegt með heila, höndum og fótum nútímamannsins að mjög líklega er þarna um beinan forföður okkar að ræða. - gb




Fleiri fréttir

Sjá meira


×