Erlent

Hvítir karlar fá síður embætti hjá Obama

Barack Obama leggur greinilega mikla áherslu á að skipa konur og fulltrúa minnihlutahópa í embætti dómara í Bandaríkjunum.

Einungis innan við þrjátíu prósent þeirra sem hann skipaði í embætti dómara fyrstu tvö árin eftir að hann tók við embætti forseta eru hvítir karlar.

Þannig eru nærri 47 prósent þeirra konur, 21 prósent af afrískum uppruna, ellefu prósent af rómönskum uppruna og sjö prósent af asískum uppruna.

Áður en Obama tók við embætti voru hvítir karlar jafnan í meirihluta allra dómara sem forsetar skipuðu í embætti.- gb




Fleiri fréttir

Sjá meira


×