Erlent

Mubarak stokkar upp í ríkisstjórninni

MYND/AP

Mubarak forseti Egyptalands hefur tilkynnt um breytingar í ríkisstjórn sinni en mótmæli gegn stjórnvöldum í landinu fara enn vaxandi.

Innanríkisráðherrann Habib al-Adly hefur verið settur af, en hann hefur verið gagnrýndur harðlega fyrir það hvernig lögreglan hefur tekið á mótmælendum síðustu daga. Þá var fjármálaráðherra landsins einnig vikið úr embætti.

Fréttaskýrendur segja þó ljóst að mótmælunum muni ekki linna fyrr en Mubarak sjálfur hefur sagt af sér. Boðað hefur verið til allsherjarverkfalls í landinu og risastór mótmælaganga hefur verið skipulögð í höfuðborginni Kaíró á morgun.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×