Saga íslensku kirkjunnar því miður ekki einsdæmi 18. október 2011 06:00 Dr. Marie M. Fortune telur það nauðsynlega forsendu þess að kirkjan byggi upp traust sitt að nýju gagnvart almenningi, að þeir menn, sem beiti ofbeldi innan hennar, séu dregnir til ábyrgðar. fréttablaðið/anton Hin langa saga íslensku kirkjunnar og tengsl hennar við kynferðisbrot er, eins og flestir vita, ekki einsdæmi og mörg önnur lönd hafi svipaðar sögur að segja af leiðtogum innan sinna kirkna. Þetta segir Dr. Marie M. Fortune, prestur og stofnandi FaithTrust Institute. Fortune er sérfræðingur á sviði fræðslu- og forvarnamála um kynferðislegt ofbeldi innan trúfélaga og er komin hingað til lands til að halda námskeið og málþing á vegum þjóðkirkjunnar. Yfirskrift málþingsins, sem haldið er í dag, er Kynferðisleg misnotkun á börnum í trúarlegu samhengi og yfirskrift námskeiðsins, sem haldið verður á morgun er Kynferðisleg misnotkun og rétt viðbrögð í samhengi kirkju og trúfélaga. „Kirkjurnar okkar geta náð sér aftur á strik eftir ofbeldi presta, ef það er stutt við þolendur og ofbeldismennirnir dregnir til ábyrgðar, líkt og á að gera,“ segir hún. „Það er hægt að ráða fram úr því þegar einstaka prestar verða uppvísir að trúnaðarbresti, en það sem er ekki hægt að kljást við eru svik kirkjunnar sem stofnunar. Það eru þau svik sem eru að hrekja fólk burt úr kirkjunni.“ Spurð hvort hún telji að Karl Sigurbjörnsson biskup eigi að segja af sér til þess að endurvekja traust almennings á þjóðkirkjunni segir Fortune: „Þegar leiðtogi innan kirkjunnar nýtur ekki lengur trausts fólksins í tengslum við svona erfið mál, gæti verið best að hann stigi til hliðar. Þá verður nýjum leiðtoga veitt tækifæri til að endurvekja það traust sem er svo mikilvægt,“ segir hún. Það kom Fortune ekki á óvart þegar hún heyrði fyrst af kynferðisbrotamálum innan íslensku kirkjunnar. Hún segir kynferðisbrot af völdum leiðtoga kristinna kirkna vera algengt vandamál um heim allan. „Mikilvægasta lexían er sú að læra að hlusta. Að taka fólk alvarlega þegar það stígur fram og greinir frá ofbeldi og vernda börn, unglinga og fullorðna einstaklinga frá leiðtogum innan kirkjunnar sem skaða aðra,“ segir hún. Málþingið verður í dag frá klukkan 10 til 13 í Hátíðarsal Háskóla Íslands í aðalbyggingu HÍ. Auk Fortune munu Guðrún Ebba Ólafsdóttir, Sigfinnur Þorleifsson, sjúkrahúsprestur og lektor við HÍ, Brynhildur G. Flóvenz, lögfræðingur og dósent við HÍ, Dr. Sólveig Anna Bóasdóttir, guðfræðingur og dósent, og Dr. Berglind Guðmundsdóttir, sálfræðingur við Landspítala og fyrrum nefndarmaður í rannsóknarnefnd kirkjuþings, halda erindi. sunna@frettabladid.is Mest lesið Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Innlent Talinn hafa drepið hjónin í Neskaupstað með hamri Innlent Greiða atkvæði um tillögu Kristrúnar um „flottan einstakling“ Innlent Fálkaorðuhafi um ferilinn: „Ég er bara ekki stolt af neinu“ Innlent Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Erlent Ingileif aðstoðarmaður í utanríkisráðuneytinu Innlent Fjöldamorðinginn í Svartfjallalandi svipti sig lífi Erlent Stefanía aðstoðar Hönnu Katrínu Innlent Tala látinna hækkar í fimmtán Erlent Tungumálaörðugleikar tefji fyrir rannsókn Innlent Fleiri fréttir Harður árekstur á Fífuhvammsvegi Valdimar tekinn við af Rósu sem bæjarstjóri Jakob Birgisson og Þórólfur Heiðar aðstoðarmenn Þorbjargar Kristrún auglýsir eftir sparnaðarráðum Ingileif aðstoðarmaður í utanríkisráðuneytinu Talinn hafa drepið hjónin í Neskaupstað með hamri Sundabraut forgangsmál, fjármögnuð með veggjöldum Greiða atkvæði um tillögu Kristrúnar um „flottan einstakling“ Tungumálaörðugleikar tefji fyrir rannsókn Hlíðarfjall opnað í fyrsta sinn í vetur Ríkisstjórnin ætlar á vinnufund á Þingvöllum Stefanía aðstoðar Hönnu Katrínu Sveitarfélög geti sparað milljónir með breyttri götulýsingu Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Prófa rýmingarflautur í Grindavík í dag Reykur barst inn í Háteigsskóla Tóku tvo billjardkjuða af manni í annarlegu ástandi Fálkaorðuhafi um ferilinn: „Ég er bara ekki stolt af neinu“ „Alltof mikið að gera“ hjá Dýrfinnu yfir áramótin Hlaut stungusár í brjósthol en ekki lengur á gjörgæslu Stunguárás, fálkaorður og ískalt nýársbað Ísþoka hrímaði trjágróður á kaldasta stað landsins í dag Úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald vegna stunguárásar Eldur í Ártúnsbrekkunni Fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Engin umferðarljós og bara tvö hringtorg í Rangárþingi ytra „Ég lít á það sem skref í átt til jafnréttis“ Mengun margfalt yfir heilsuverndarmörkum en varði skemur en óttast var Árásin á Kjalarnesi: Hinir handteknu allir á fimmtugsaldri Stunguárás og álag á bráðamóttöku vegna ofbeldismála Sjá meira
Hin langa saga íslensku kirkjunnar og tengsl hennar við kynferðisbrot er, eins og flestir vita, ekki einsdæmi og mörg önnur lönd hafi svipaðar sögur að segja af leiðtogum innan sinna kirkna. Þetta segir Dr. Marie M. Fortune, prestur og stofnandi FaithTrust Institute. Fortune er sérfræðingur á sviði fræðslu- og forvarnamála um kynferðislegt ofbeldi innan trúfélaga og er komin hingað til lands til að halda námskeið og málþing á vegum þjóðkirkjunnar. Yfirskrift málþingsins, sem haldið er í dag, er Kynferðisleg misnotkun á börnum í trúarlegu samhengi og yfirskrift námskeiðsins, sem haldið verður á morgun er Kynferðisleg misnotkun og rétt viðbrögð í samhengi kirkju og trúfélaga. „Kirkjurnar okkar geta náð sér aftur á strik eftir ofbeldi presta, ef það er stutt við þolendur og ofbeldismennirnir dregnir til ábyrgðar, líkt og á að gera,“ segir hún. „Það er hægt að ráða fram úr því þegar einstaka prestar verða uppvísir að trúnaðarbresti, en það sem er ekki hægt að kljást við eru svik kirkjunnar sem stofnunar. Það eru þau svik sem eru að hrekja fólk burt úr kirkjunni.“ Spurð hvort hún telji að Karl Sigurbjörnsson biskup eigi að segja af sér til þess að endurvekja traust almennings á þjóðkirkjunni segir Fortune: „Þegar leiðtogi innan kirkjunnar nýtur ekki lengur trausts fólksins í tengslum við svona erfið mál, gæti verið best að hann stigi til hliðar. Þá verður nýjum leiðtoga veitt tækifæri til að endurvekja það traust sem er svo mikilvægt,“ segir hún. Það kom Fortune ekki á óvart þegar hún heyrði fyrst af kynferðisbrotamálum innan íslensku kirkjunnar. Hún segir kynferðisbrot af völdum leiðtoga kristinna kirkna vera algengt vandamál um heim allan. „Mikilvægasta lexían er sú að læra að hlusta. Að taka fólk alvarlega þegar það stígur fram og greinir frá ofbeldi og vernda börn, unglinga og fullorðna einstaklinga frá leiðtogum innan kirkjunnar sem skaða aðra,“ segir hún. Málþingið verður í dag frá klukkan 10 til 13 í Hátíðarsal Háskóla Íslands í aðalbyggingu HÍ. Auk Fortune munu Guðrún Ebba Ólafsdóttir, Sigfinnur Þorleifsson, sjúkrahúsprestur og lektor við HÍ, Brynhildur G. Flóvenz, lögfræðingur og dósent við HÍ, Dr. Sólveig Anna Bóasdóttir, guðfræðingur og dósent, og Dr. Berglind Guðmundsdóttir, sálfræðingur við Landspítala og fyrrum nefndarmaður í rannsóknarnefnd kirkjuþings, halda erindi. sunna@frettabladid.is
Mest lesið Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Innlent Talinn hafa drepið hjónin í Neskaupstað með hamri Innlent Greiða atkvæði um tillögu Kristrúnar um „flottan einstakling“ Innlent Fálkaorðuhafi um ferilinn: „Ég er bara ekki stolt af neinu“ Innlent Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Erlent Ingileif aðstoðarmaður í utanríkisráðuneytinu Innlent Fjöldamorðinginn í Svartfjallalandi svipti sig lífi Erlent Stefanía aðstoðar Hönnu Katrínu Innlent Tala látinna hækkar í fimmtán Erlent Tungumálaörðugleikar tefji fyrir rannsókn Innlent Fleiri fréttir Harður árekstur á Fífuhvammsvegi Valdimar tekinn við af Rósu sem bæjarstjóri Jakob Birgisson og Þórólfur Heiðar aðstoðarmenn Þorbjargar Kristrún auglýsir eftir sparnaðarráðum Ingileif aðstoðarmaður í utanríkisráðuneytinu Talinn hafa drepið hjónin í Neskaupstað með hamri Sundabraut forgangsmál, fjármögnuð með veggjöldum Greiða atkvæði um tillögu Kristrúnar um „flottan einstakling“ Tungumálaörðugleikar tefji fyrir rannsókn Hlíðarfjall opnað í fyrsta sinn í vetur Ríkisstjórnin ætlar á vinnufund á Þingvöllum Stefanía aðstoðar Hönnu Katrínu Sveitarfélög geti sparað milljónir með breyttri götulýsingu Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Prófa rýmingarflautur í Grindavík í dag Reykur barst inn í Háteigsskóla Tóku tvo billjardkjuða af manni í annarlegu ástandi Fálkaorðuhafi um ferilinn: „Ég er bara ekki stolt af neinu“ „Alltof mikið að gera“ hjá Dýrfinnu yfir áramótin Hlaut stungusár í brjósthol en ekki lengur á gjörgæslu Stunguárás, fálkaorður og ískalt nýársbað Ísþoka hrímaði trjágróður á kaldasta stað landsins í dag Úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald vegna stunguárásar Eldur í Ártúnsbrekkunni Fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Engin umferðarljós og bara tvö hringtorg í Rangárþingi ytra „Ég lít á það sem skref í átt til jafnréttis“ Mengun margfalt yfir heilsuverndarmörkum en varði skemur en óttast var Árásin á Kjalarnesi: Hinir handteknu allir á fimmtugsaldri Stunguárás og álag á bráðamóttöku vegna ofbeldismála Sjá meira