Gangið hægt um gleðinnar dyr 13. desember 2011 06:00 Umræðan um kaup kínversks ferðamálafrömuðar á 300 ferkílómetra svæði á Íslandi er kunnari en frá þurfi að segja. Einn þáttur þessa máls hefur þó lítt verið í umræðunni af Íslendinga hálfu, en það er hvaða þýðingu hernaðarleg staða Íslands í miðju Atlantshafi gæti haft á þróun mála í framtíðinni. Kanadamenn virðast íhuga þetta meir en við (sbr. grein í The Globe and Mail 4. des. sl.). Enn fremur gæti aðstaða á Íslandi haft mikla efnahagslega þýðingu fyrir stóran landeiganda ef Norður-Íshafið hættir að vera íshaf. Greinarhöfundur, sem eitt sinn var forstöðumaður almannavarna á kaldastríðstímunum, hefur reynt að fylgjast með þróun hermála í heiminum eftir því sem kostur er og veit að á skömmum tíma geta skipast veður í lofti á þeim vettvangi. Herveldi, sérstaklega ef þau eru ekki lýðræðisríki, nýta sér þá kosti sem völ er á. Kína er vaxandi hernaðarveldi (1) og efnahagsveldi sem haslar sér völl með fjárfestingum víða um heim, í Afríku, Evrópu, Suður-Ameríku og víðar (2). Nú er ekki verið að ýja að því að annað en fjárfestingaráhugi sé hvati ferðamálafrömuðarins, en aðstæður gætu breyst og selt land væri ekki í íslenskri eigu. Hins vegar hefur hann tengst kínverskri stjórnsýslu beint og leyfi kínverskra yfirvalda þarf til landakaupa hér (3). Þá er vitað að kínverski herinn er meðeigandi í mörgum hlutafélögum (4) og gæti þess vegna hugsanlega orðið hluthafi í félagi því er hér kemur við sögu. Lífskjör okkar byggjast á þekkingu og skynsamlegri hagnýtingu auðlinda landsins, þá fyrst og fremst landinu sjálfu, sjávarmiðum og orkulindum. Ekki er gott að missa forræði að hluta neins þeirra. Svo bætast við ýmsir kostir sem áður voru ekki til í dæminu, svo sem möguleikar á verulegum vatnsútflutningi vegna vaxandi skorts á ferskvatni víða. Aðrir möguleikar kunna að myndast í framtíðinni með aukinni tækniþróun og Ísland sem heild hefur lítt verið kannað með tilliti til einstakra jarðefna. Því er ekki að vita nema ýmsum landsvæðum, t.d. gömlum útdauðum jarðhitasvæðum, fylgi nýtingarmöguleiki í framtíðinni. Ferðamannaiðnaðurinn er orðinn allstór þáttur í íslenskum efnahag. Við skulum samt ekki gleyma því að þetta er þjónustugrein sem getur skyndilega tekið miklum breytingum vegna óvæntra aðstæðna eins og í bæði Grikklandi og Egyptalandi í dag. Það þarf ekki 0,3% af flatarmáli landsins undir hótel. Hótelgestir geta notið landsins þó að það sé í eigu Íslendinga. Svo vaknar sú spurning hvort ekki muni þurfa starfsfólk sem talar kínversku á hóteli þar sem kínverskir ferðamenn fjölmenna. Finnast nógu margir Íslendingar í þær stöður? Önnur spurning sem sem ýmsir hafa spurt er hvort útlendingum sé frjálst að kaupa land í Kína, hvað þá ef um 0,3% landsins væri að ræða? Í viðtali sem birtist í China Daily við Xu Hong, varaformann Zhongkun-fyrirtækisins sem hér kemur við sögu, segir hann að frumkvæðið að landakaupum á Íslandi hafi komið frá Íslendingum. Ef svo er og án þess að vilja ýja að einu né neinu, vekur þetta samt spurningu í huga greinarhöfundar hvort einhverjir íslenskir sérhagsmunir tengist málinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson Skoðun Skoðun Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Af hverju kýs ég Samfylkinguna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Uppeldi, færni til framtíðar - fór í skúffu stjórnvalda! Una María Óskarsdóttir skrifar Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hvar eru málefni barna og ungs fólks? Gunnar E. Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Þetta með verðgildin Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Viljum við sósíalisma? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar Skoðun Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land G.Svana Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Ehf-gatið og leiðir til að loka því Matthias Harksen skrifar Skoðun Heilbrigðisvandamál heilbrigðiskerfisins Sigurður Páll Jónsson skrifar Sjá meira
Umræðan um kaup kínversks ferðamálafrömuðar á 300 ferkílómetra svæði á Íslandi er kunnari en frá þurfi að segja. Einn þáttur þessa máls hefur þó lítt verið í umræðunni af Íslendinga hálfu, en það er hvaða þýðingu hernaðarleg staða Íslands í miðju Atlantshafi gæti haft á þróun mála í framtíðinni. Kanadamenn virðast íhuga þetta meir en við (sbr. grein í The Globe and Mail 4. des. sl.). Enn fremur gæti aðstaða á Íslandi haft mikla efnahagslega þýðingu fyrir stóran landeiganda ef Norður-Íshafið hættir að vera íshaf. Greinarhöfundur, sem eitt sinn var forstöðumaður almannavarna á kaldastríðstímunum, hefur reynt að fylgjast með þróun hermála í heiminum eftir því sem kostur er og veit að á skömmum tíma geta skipast veður í lofti á þeim vettvangi. Herveldi, sérstaklega ef þau eru ekki lýðræðisríki, nýta sér þá kosti sem völ er á. Kína er vaxandi hernaðarveldi (1) og efnahagsveldi sem haslar sér völl með fjárfestingum víða um heim, í Afríku, Evrópu, Suður-Ameríku og víðar (2). Nú er ekki verið að ýja að því að annað en fjárfestingaráhugi sé hvati ferðamálafrömuðarins, en aðstæður gætu breyst og selt land væri ekki í íslenskri eigu. Hins vegar hefur hann tengst kínverskri stjórnsýslu beint og leyfi kínverskra yfirvalda þarf til landakaupa hér (3). Þá er vitað að kínverski herinn er meðeigandi í mörgum hlutafélögum (4) og gæti þess vegna hugsanlega orðið hluthafi í félagi því er hér kemur við sögu. Lífskjör okkar byggjast á þekkingu og skynsamlegri hagnýtingu auðlinda landsins, þá fyrst og fremst landinu sjálfu, sjávarmiðum og orkulindum. Ekki er gott að missa forræði að hluta neins þeirra. Svo bætast við ýmsir kostir sem áður voru ekki til í dæminu, svo sem möguleikar á verulegum vatnsútflutningi vegna vaxandi skorts á ferskvatni víða. Aðrir möguleikar kunna að myndast í framtíðinni með aukinni tækniþróun og Ísland sem heild hefur lítt verið kannað með tilliti til einstakra jarðefna. Því er ekki að vita nema ýmsum landsvæðum, t.d. gömlum útdauðum jarðhitasvæðum, fylgi nýtingarmöguleiki í framtíðinni. Ferðamannaiðnaðurinn er orðinn allstór þáttur í íslenskum efnahag. Við skulum samt ekki gleyma því að þetta er þjónustugrein sem getur skyndilega tekið miklum breytingum vegna óvæntra aðstæðna eins og í bæði Grikklandi og Egyptalandi í dag. Það þarf ekki 0,3% af flatarmáli landsins undir hótel. Hótelgestir geta notið landsins þó að það sé í eigu Íslendinga. Svo vaknar sú spurning hvort ekki muni þurfa starfsfólk sem talar kínversku á hóteli þar sem kínverskir ferðamenn fjölmenna. Finnast nógu margir Íslendingar í þær stöður? Önnur spurning sem sem ýmsir hafa spurt er hvort útlendingum sé frjálst að kaupa land í Kína, hvað þá ef um 0,3% landsins væri að ræða? Í viðtali sem birtist í China Daily við Xu Hong, varaformann Zhongkun-fyrirtækisins sem hér kemur við sögu, segir hann að frumkvæðið að landakaupum á Íslandi hafi komið frá Íslendingum. Ef svo er og án þess að vilja ýja að einu né neinu, vekur þetta samt spurningu í huga greinarhöfundar hvort einhverjir íslenskir sérhagsmunir tengist málinu.
Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar
Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar
Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar
Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar