Gangið hægt um gleðinnar dyr 13. desember 2011 06:00 Umræðan um kaup kínversks ferðamálafrömuðar á 300 ferkílómetra svæði á Íslandi er kunnari en frá þurfi að segja. Einn þáttur þessa máls hefur þó lítt verið í umræðunni af Íslendinga hálfu, en það er hvaða þýðingu hernaðarleg staða Íslands í miðju Atlantshafi gæti haft á þróun mála í framtíðinni. Kanadamenn virðast íhuga þetta meir en við (sbr. grein í The Globe and Mail 4. des. sl.). Enn fremur gæti aðstaða á Íslandi haft mikla efnahagslega þýðingu fyrir stóran landeiganda ef Norður-Íshafið hættir að vera íshaf. Greinarhöfundur, sem eitt sinn var forstöðumaður almannavarna á kaldastríðstímunum, hefur reynt að fylgjast með þróun hermála í heiminum eftir því sem kostur er og veit að á skömmum tíma geta skipast veður í lofti á þeim vettvangi. Herveldi, sérstaklega ef þau eru ekki lýðræðisríki, nýta sér þá kosti sem völ er á. Kína er vaxandi hernaðarveldi (1) og efnahagsveldi sem haslar sér völl með fjárfestingum víða um heim, í Afríku, Evrópu, Suður-Ameríku og víðar (2). Nú er ekki verið að ýja að því að annað en fjárfestingaráhugi sé hvati ferðamálafrömuðarins, en aðstæður gætu breyst og selt land væri ekki í íslenskri eigu. Hins vegar hefur hann tengst kínverskri stjórnsýslu beint og leyfi kínverskra yfirvalda þarf til landakaupa hér (3). Þá er vitað að kínverski herinn er meðeigandi í mörgum hlutafélögum (4) og gæti þess vegna hugsanlega orðið hluthafi í félagi því er hér kemur við sögu. Lífskjör okkar byggjast á þekkingu og skynsamlegri hagnýtingu auðlinda landsins, þá fyrst og fremst landinu sjálfu, sjávarmiðum og orkulindum. Ekki er gott að missa forræði að hluta neins þeirra. Svo bætast við ýmsir kostir sem áður voru ekki til í dæminu, svo sem möguleikar á verulegum vatnsútflutningi vegna vaxandi skorts á ferskvatni víða. Aðrir möguleikar kunna að myndast í framtíðinni með aukinni tækniþróun og Ísland sem heild hefur lítt verið kannað með tilliti til einstakra jarðefna. Því er ekki að vita nema ýmsum landsvæðum, t.d. gömlum útdauðum jarðhitasvæðum, fylgi nýtingarmöguleiki í framtíðinni. Ferðamannaiðnaðurinn er orðinn allstór þáttur í íslenskum efnahag. Við skulum samt ekki gleyma því að þetta er þjónustugrein sem getur skyndilega tekið miklum breytingum vegna óvæntra aðstæðna eins og í bæði Grikklandi og Egyptalandi í dag. Það þarf ekki 0,3% af flatarmáli landsins undir hótel. Hótelgestir geta notið landsins þó að það sé í eigu Íslendinga. Svo vaknar sú spurning hvort ekki muni þurfa starfsfólk sem talar kínversku á hóteli þar sem kínverskir ferðamenn fjölmenna. Finnast nógu margir Íslendingar í þær stöður? Önnur spurning sem sem ýmsir hafa spurt er hvort útlendingum sé frjálst að kaupa land í Kína, hvað þá ef um 0,3% landsins væri að ræða? Í viðtali sem birtist í China Daily við Xu Hong, varaformann Zhongkun-fyrirtækisins sem hér kemur við sögu, segir hann að frumkvæðið að landakaupum á Íslandi hafi komið frá Íslendingum. Ef svo er og án þess að vilja ýja að einu né neinu, vekur þetta samt spurningu í huga greinarhöfundar hvort einhverjir íslenskir sérhagsmunir tengist málinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Kjaftæði Elliði Vignisson Skoðun Vitsmunaleg vanstilling í boði ungra Sjálfstæðiskvenna Erna Mist Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir Skoðun Ólögleg meðvirkni lækna Teitur Ari Theodórsson Skoðun Verklausi milljónakennarinn Þórunn Sveinbjarnardóttir Skoðun Afleiðingar verkfallsaðgerða á minnstu börnin - krafa um svör Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Inngilding eða „aðskilnaður“? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Vonin má aldrei deyja Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru til lausnir við mönnunarvanda heilsugæslunnar? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Er eitthvað mál að handtaka börn? Elsa Bára Traustadóttir skrifar Skoðun Er ferðaþjónusta útlendingavandamál? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslenska kerfið framleiðir afbrotamenn Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Ekki fokka þessu upp! Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Kosningaloforð og hvað svo? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Fólk, fjárfestingar og framfarir Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Húsnæðis- og skipulagsmál Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson skrifar Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Skattlögð þegar við þénum, eigum og eyðum Aron H. Steinsson skrifar Skoðun Kjaftæði Elliði Vignisson skrifar Skoðun Vitsmunaleg vanstilling í boði ungra Sjálfstæðiskvenna Erna Mist skrifar Skoðun Lítið gert úr áhyggjum íbúa Ölfuss og annarra landsmanna Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Kyrrstöðuna verður að rjúfa! Lausn fyrir verðandi innviðaráðherra Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Íslenskan og menningararfurinn Sólveig Dagmar Þórisdóttir skrifar Skoðun Mannúðlegri úrræði Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Læknar á landsbyggðinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Íslensk verðtrygging á mannamáli! Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun Varðhundar kerfisins Lára Herborg Ólafsdóttir skrifar Skoðun Mótum stefnu um iðn- og tæknimenntun á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Stýrir gervigreind málflutningi stjórnmálamanna og semur stefnur stjórnmálaflokkanna? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Kolkrabbinn og fjármálafjötrar Íslands Ágústa Árnadóttir skrifar Sjá meira
Umræðan um kaup kínversks ferðamálafrömuðar á 300 ferkílómetra svæði á Íslandi er kunnari en frá þurfi að segja. Einn þáttur þessa máls hefur þó lítt verið í umræðunni af Íslendinga hálfu, en það er hvaða þýðingu hernaðarleg staða Íslands í miðju Atlantshafi gæti haft á þróun mála í framtíðinni. Kanadamenn virðast íhuga þetta meir en við (sbr. grein í The Globe and Mail 4. des. sl.). Enn fremur gæti aðstaða á Íslandi haft mikla efnahagslega þýðingu fyrir stóran landeiganda ef Norður-Íshafið hættir að vera íshaf. Greinarhöfundur, sem eitt sinn var forstöðumaður almannavarna á kaldastríðstímunum, hefur reynt að fylgjast með þróun hermála í heiminum eftir því sem kostur er og veit að á skömmum tíma geta skipast veður í lofti á þeim vettvangi. Herveldi, sérstaklega ef þau eru ekki lýðræðisríki, nýta sér þá kosti sem völ er á. Kína er vaxandi hernaðarveldi (1) og efnahagsveldi sem haslar sér völl með fjárfestingum víða um heim, í Afríku, Evrópu, Suður-Ameríku og víðar (2). Nú er ekki verið að ýja að því að annað en fjárfestingaráhugi sé hvati ferðamálafrömuðarins, en aðstæður gætu breyst og selt land væri ekki í íslenskri eigu. Hins vegar hefur hann tengst kínverskri stjórnsýslu beint og leyfi kínverskra yfirvalda þarf til landakaupa hér (3). Þá er vitað að kínverski herinn er meðeigandi í mörgum hlutafélögum (4) og gæti þess vegna hugsanlega orðið hluthafi í félagi því er hér kemur við sögu. Lífskjör okkar byggjast á þekkingu og skynsamlegri hagnýtingu auðlinda landsins, þá fyrst og fremst landinu sjálfu, sjávarmiðum og orkulindum. Ekki er gott að missa forræði að hluta neins þeirra. Svo bætast við ýmsir kostir sem áður voru ekki til í dæminu, svo sem möguleikar á verulegum vatnsútflutningi vegna vaxandi skorts á ferskvatni víða. Aðrir möguleikar kunna að myndast í framtíðinni með aukinni tækniþróun og Ísland sem heild hefur lítt verið kannað með tilliti til einstakra jarðefna. Því er ekki að vita nema ýmsum landsvæðum, t.d. gömlum útdauðum jarðhitasvæðum, fylgi nýtingarmöguleiki í framtíðinni. Ferðamannaiðnaðurinn er orðinn allstór þáttur í íslenskum efnahag. Við skulum samt ekki gleyma því að þetta er þjónustugrein sem getur skyndilega tekið miklum breytingum vegna óvæntra aðstæðna eins og í bæði Grikklandi og Egyptalandi í dag. Það þarf ekki 0,3% af flatarmáli landsins undir hótel. Hótelgestir geta notið landsins þó að það sé í eigu Íslendinga. Svo vaknar sú spurning hvort ekki muni þurfa starfsfólk sem talar kínversku á hóteli þar sem kínverskir ferðamenn fjölmenna. Finnast nógu margir Íslendingar í þær stöður? Önnur spurning sem sem ýmsir hafa spurt er hvort útlendingum sé frjálst að kaupa land í Kína, hvað þá ef um 0,3% landsins væri að ræða? Í viðtali sem birtist í China Daily við Xu Hong, varaformann Zhongkun-fyrirtækisins sem hér kemur við sögu, segir hann að frumkvæðið að landakaupum á Íslandi hafi komið frá Íslendingum. Ef svo er og án þess að vilja ýja að einu né neinu, vekur þetta samt spurningu í huga greinarhöfundar hvort einhverjir íslenskir sérhagsmunir tengist málinu.
Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar
Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Lítið gert úr áhyggjum íbúa Ölfuss og annarra landsmanna Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Skoðun Stýrir gervigreind málflutningi stjórnmálamanna og semur stefnur stjórnmálaflokkanna? Tómas Ellert Tómasson skrifar