Innlent

Lyklasmiður kallaður til í Breiðagerði

Mynd/Egill
Um tuttugu lögreglumenn eru nú staddir í Breiðagerði í Reykjavík þar sem tugir manna mættu í morgun til þess að koma í veg fyrir að fulltrúi sýslumanns beri íbúa út. Lyklasmiður hefur nú verið kallaður á svæðið til að dýrka upp lásinn á íbúðinni.

Varðstjóri hjá lögreglunni í Reykjavík gat ekki gefið frekari upplýsingar um málið aðrar en þær að þarna væru lögreglumenn að störfum. Enginn hefur verið handtekinn.

Talið er að íbúarnir séu inn í húsinu en enginn hefur þó komið til dyra.


Tengdar fréttir

Lögreglan kölluð til vegna útburðar

Fjöldi lögreglumanna eru nú staddir í Breiðagerði í Reykjavík við að koma Heimavarnarliðinu, svokallaða, frá húsi í götunni en liðsmenn þess reyna að koma í veg fyrir að fulltrúar frá sýslumanni beri íbúa út úr húsinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×