Erlent

Tunglgeisli tekur aftur við völdum í Kaliforníu

Gamall pólitískur refur sem eitt sinn var auknefndur Tunglgeisli er aftur kominn til valda í einu af tíu stærstu hagkerfum heimsins.

Hinn 73 ára gamli demókrati Jerry Brown er aftur kominn í ríkisstjórastólinn í Kaliforníu. Raunar er þetta í annað sinn sem Brown vermir þennan stól. Hann var fyrst kosinn ríkisstjóri fyrir 35 árum eða 1975.

Á ferli sínum hefur Brown þrisvar reynt að ná útnefndingu Demókrataflokksins sem forsetaefni, fyrst árið eftir að hann varð ríkisstjóri en síðast 1992 þegar Bill Clinton náði kjöri.

Fyrstu árin sín sem ríkisstjóri Kaliforniu á síðustu öld þótti Brown mjög hippalegur í háttum sínum og hann átti í þekktu sambandi við kántrýstjörnuna Lindu Ronstadt. Sökum þess fékk hann viðurnefnið Tunglgeisli eða Moonbeam meðal íbúa ríkisins.

Nú eru aðrir tíma en samkvæmt fyrstu ræðum og viðtölum Brown ætlar hann að tækla af fullri hörku hið efnahagslega fúafen sem Arnold Schwartzenegger skildi eftir. Niðurskurður og skattahækkanir eru boðorð dagsins þannig að efast má um að hann fái aftur viðurnefnið Tunglgeisli.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×