Erlent

Hélt eiginkonunni fanginni í 16 ár

Joao Batista Groppo
Joao Batista Groppo Mynd/AP
Joao Batista Groppo hefur verið handtekinn fyrir að halda eiginkonu sinni fanginni í kjallaranum á heimili þeirra í sextán ár. Á meðan bjó hann með annarri konu á efri hæðinni.

Lögreglan í bænum Sorocaba í Sao Paulo í Brasilíu fékk ábendingu og gerði því húsleit í húsinu. Þar fannst eiginkonan, sem er 64 ára gömul, klæðalaus og vafin inn í teppi, samkvæmt rannsóknarlögreglumanni. Þá var einnig búið að þekja gluggana með mold svo ekki sást inn.

Maðurinn, og konan sem hann bjó með, hafa bæði verið handtekin vegna málsins. Samkvæmt frétt Daily Mail sagði hann við lögregluna að hann hefði læst hana inni vegna þess að hún hafi verið veik á geði og árásargjörn.

Groppo og sambýliskonu hans gæti beðið átta ára fangelsi, verði þau fundin sek.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×