Innlent

Stöð 2 með allar tilnefningarnar til leikins sjónvarpsefnis

Hlemmavídeó er meðal þátta sem voru tilefndir í ár.
Hlemmavídeó er meðal þátta sem voru tilefndir í ár.

Stöð 2 á allar þættina sem Edda tilnefnir til leikins sjónvarpsefnis í ár en þættirnir Réttur 2, Hlemmavídeó og Mér er gamanmál voru tilefndir í ár.

Þá hefur Stöð tvö nokkra yfirburði varðandi skemmtiþætti á síðasta ári en Ameríski draumurinn, Logi í beinni og Spaugstofan eru allir sýndir á Stöð 2. Reyndar byrjaði Spaugstofan ekki fyrr en seinnipart síðasta árs á Stöð 2.

Í Frétta- eða viðtalsþáttum hefur Ríkissjónvarpið vinningin. RÚV er tilnefnt fyrir Landann og Skýrsluna um bankahrunið og svo er Sjálfstætt fólk einnig tilnefnt, sem er sýndur á Stöð 2.

Þá á Stöð 2 tvær tilnefningar í flokki barnaefnis. Það er Algjör Sveppi og svo kvikmyndin Algjör Sveppi og dularfulla hótelherbergið, sem er nátengd stöðinni. Svo er Stundin okkar, sem er á RÚV, einnig tilnefnd til Eddunnar.

„Við erum himinlifandi með uppskeruna og hvatning til frekari afreka," segir Pálmi Guðmundsson, framkvæmdastjóri dagskrásviðs hjá 365, sem er sáttur við árangurinn.

Hægt er að skoða allar tilnefningar til Eddunnar í meðfylgjandi frétt fyrir neðan.


Tengdar fréttir

Edduverðlaunin - tilnefningar í heild sinni

Kvikmyndirnar Brim, Órói og The Good Heart eru tilnefndar til flestra verðlauna á Edduhátíðinni. Vísir birtir listann yfir tilnefningar í heild sinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×