Innlent

Fé drapst á nokkrum bæjum

Öskufall Gríðarlegt öskufall varð af völdum eldgossins í Eyjafjallajökli.
Öskufall Gríðarlegt öskufall varð af völdum eldgossins í Eyjafjallajökli.
Kindur hafa drepist á að minnsta kosti sjö bæjum undir Eyjafjöllum af völdum lungnapestar sem herjað hefur á sauðfé á svæðinu, að sögn Þorsteins Ólafssonar, sérgreinadýralæknis nautgripa- og sauðfjársjúkdóma hjá Matvælastofnun.

Dýraheilbrigðisyfirvöld funduðu nýverið með bændum á svæðinu þar sem farið var yfir stöðu mála. „Við getum alls ekki útilokað að þetta séu afleiðingar af gosösku á svæðinu, en við getum heldur ekki fullyrt um það,“ segir Þorsteinn. „Það eru vissar bakteríur sem valda lungnapest. Þær eru hluti af bakteríuflórunni sem er í efri hluta öndunarfæra margra jórturdýra. Hér á landi er þetta í sauðfé og líklega útbreiddara en menn hafa haldið. Við sérstakar aðstæður, þegar kindunum verður kalt eða þær verða fyrir áfalli eða streitu, þá birtist þetta eftir nokkra daga. Það getur byrjað með bráðadauða á einni kind og síðan geta fleiri drepist. “

Þorsteinn segir að sífellt áreiti á lungu fjár á gosöskusvæðinu geti átt sinn þátt í pestinni. Dýraheilbrigðisyfirvöld hafa ráðlagt að fé verði bólusett við garnapest á svæðinu milli Markarfljóts og Múlakvíslar.

- jss



Fleiri fréttir

Sjá meira


×