Erlent

Lögin með þeim strangari

Spánverjar þurfa að laga sig að strangri löggjöf um reykingabann sem tók gildi í gær.
Spánverjar þurfa að laga sig að strangri löggjöf um reykingabann sem tók gildi í gær.

Reykingamenn telja margir hverjir síðasta vígið fallið en hinn eiginlega spænski tapasbar, þar sem Spánverjar og aðrir gæða sér á litlum smáréttum milli þess sem þeir soga að sér sígarettureyk, er orðinn reyklaus frá og með gærdeginum. Það sama gildir um veitingahús, skemmtistaði, spilavíti, flugvelli og jafnvel svæði utandyra þar í landi. Á bann utandyra við um svæði þar sem börn eru nærri, svo sem nálægt leikvöllum, sjúkrahúsum og skólum.

Löggjöfin um reykingabannið á Spáni er talin ein sú strangasta í Evrópu og spænskir rekstraraðilar veitingahúsa hræðast tekjumissi vegna bannsins. Hóteleigendum er meira í sjálfsvald sett hvort þeir banni reykingar alfarið á hótelum sínum en samkvæmt löggjöfinni er leyfilegt að reykt sé á þrjátíu prósentum af herbergjum hótela.

Um 50.000 dauðsföll árlega má tengja til tóbaksreykinga á Spáni og af þeim sem deyja eru um 1.200 ekki reykingamenn heldur láta þeir lífið af völdum óbeinna reykinga. - jma




Fleiri fréttir

Sjá meira


×