Veðurstofa Íslands hefur gefið það út að engin merki sjást um yfirvofandi gos í Bárðarbungu eða annars staðar á landinu. „Veðurstofan hefur ekki gefið út viðvaranir í kjölfar skjálftavirkni sem var þar um síðastliðna helgi," á vef Veðurstofunnar.
Um helgina mældust allmargir skjálftar við Bárðabungu rétt sunnan við Kistufell í Vatnajökli. Sá stærsti mældist 2,6 á richter. Í síðustu viku mældust tæplega 40 skjálftar á svæðinu og var sá stærsti 3,4 á richter.
Innlent