Megum ekki fara fram úr okkur Henry Birgir Gunnarsson í Jönköping skrifar 22. janúar 2011 09:00 Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari þekkir vel til þýska liðsins en hann þjálfar í Þýskalandi og svo lék Ísland tvo æfingaleiki við Þýskaland skömmu fyrir HM sem báðir unnust. Þrátt fyrir það slakar hann og þjálfarateymið ekkert á við að undirbúa liðið sem best. „Við erum búnir að vera að skoða hina leikina þeirra í riðlinum og greina þá. Þetta er alltaf sama vinnan og það þarf að fara í gegnum hana. Við erum búnir að fara yfir þau atriði sem eru ný hjá Þjóðverjum og svo leitumst við alltaf eftir því að bæta okkar leik í vörn og sókn," segir Guðmundur en hann dvelur ekki í fortíðinni og er ekki að ofmetnast eftir þessa sigra rétt fyrir HM. „Þetta er þannig bransi að það skiptir engu hvað hefur áður gerst. Við verðum að einbeita okkur að því að gefa allt í leikinn. Þjóðverjar mæta dýrvitlausir enda ætla þeir að komast í undankeppni ÓL. Það munum við auðvitað líka gera. Okkur hefur gengið vel með þá undanfarið en það er ekki víst að það hjálpi okkur núna." Leikirnir fimm í mótinu hafa tekið á og það er nóg að gera hjá sjúkraþjálfurum og nuddara landsliðsins við að halda strákunum í sem bestu formi. „Þessi átök hafa tekið sinn toll. Sverre og Diddi eru hálflemstraðir eftir mikil átök. Svo eru menn með ýmiss konar meiðsli hér og þar. Ég vona að menn komist tiltölulega heilir í gegnum þetta og við getum spilað af fullum krafti. Við þurfum á öllu að halda til þess að vinna leikinn," segir Guðmundur, sem telur ágætt að byrja milliriðillinn á Þjóðverjum. „Við erum á ákveðinni siglingu og þurfum að halda henni gangandi. Við verðum að halda þessari frábæru einbeitingu áfram og horfa á einn leik í einu. Við megum ekki fara fram úr okkur og vonandi fer íslenska þjóðin ekki heldur fram úr sér. Við verðum að feta okkur áfram. Nú mætum við enn sterkari liðum en í riðlinum. Næstu leikir verða svakalegir," segir Guðmundur. Liðið flutti í gær frá Linköping til Jönköping og voru strákarnir ánægðir með að komast í nýtt umhverfi. Landsliðið er þess utan á betra hóteli og allir vonast til þess að maturinn sé líka skárri. „Það er ágætt að breyta til. Tíminn var farinn að standa í stað í Linköping. Það er gott að koma hingað en það breytir ekki öllu. Við erum bara að vinna," segir Guðmundur og glottir við tönn. Scroll-HM2011 Skroll-Íþróttir Mest lesið Í beinni: Ísland - Tyrkland | Strákarnir geta tryggt sig inn á EM Körfubolti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Fleiri fréttir Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins „Við vorum yfirspenntar“ Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Sjá meira
Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari þekkir vel til þýska liðsins en hann þjálfar í Þýskalandi og svo lék Ísland tvo æfingaleiki við Þýskaland skömmu fyrir HM sem báðir unnust. Þrátt fyrir það slakar hann og þjálfarateymið ekkert á við að undirbúa liðið sem best. „Við erum búnir að vera að skoða hina leikina þeirra í riðlinum og greina þá. Þetta er alltaf sama vinnan og það þarf að fara í gegnum hana. Við erum búnir að fara yfir þau atriði sem eru ný hjá Þjóðverjum og svo leitumst við alltaf eftir því að bæta okkar leik í vörn og sókn," segir Guðmundur en hann dvelur ekki í fortíðinni og er ekki að ofmetnast eftir þessa sigra rétt fyrir HM. „Þetta er þannig bransi að það skiptir engu hvað hefur áður gerst. Við verðum að einbeita okkur að því að gefa allt í leikinn. Þjóðverjar mæta dýrvitlausir enda ætla þeir að komast í undankeppni ÓL. Það munum við auðvitað líka gera. Okkur hefur gengið vel með þá undanfarið en það er ekki víst að það hjálpi okkur núna." Leikirnir fimm í mótinu hafa tekið á og það er nóg að gera hjá sjúkraþjálfurum og nuddara landsliðsins við að halda strákunum í sem bestu formi. „Þessi átök hafa tekið sinn toll. Sverre og Diddi eru hálflemstraðir eftir mikil átök. Svo eru menn með ýmiss konar meiðsli hér og þar. Ég vona að menn komist tiltölulega heilir í gegnum þetta og við getum spilað af fullum krafti. Við þurfum á öllu að halda til þess að vinna leikinn," segir Guðmundur, sem telur ágætt að byrja milliriðillinn á Þjóðverjum. „Við erum á ákveðinni siglingu og þurfum að halda henni gangandi. Við verðum að halda þessari frábæru einbeitingu áfram og horfa á einn leik í einu. Við megum ekki fara fram úr okkur og vonandi fer íslenska þjóðin ekki heldur fram úr sér. Við verðum að feta okkur áfram. Nú mætum við enn sterkari liðum en í riðlinum. Næstu leikir verða svakalegir," segir Guðmundur. Liðið flutti í gær frá Linköping til Jönköping og voru strákarnir ánægðir með að komast í nýtt umhverfi. Landsliðið er þess utan á betra hóteli og allir vonast til þess að maturinn sé líka skárri. „Það er ágætt að breyta til. Tíminn var farinn að standa í stað í Linköping. Það er gott að koma hingað en það breytir ekki öllu. Við erum bara að vinna," segir Guðmundur og glottir við tönn.
Scroll-HM2011 Skroll-Íþróttir Mest lesið Í beinni: Ísland - Tyrkland | Strákarnir geta tryggt sig inn á EM Körfubolti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Fleiri fréttir Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins „Við vorum yfirspenntar“ Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Sjá meira