Innlent

Þrengir að bílstjórum í Ósló

Samgönguyfirvöld í Noregi stefna að því að draga úr bílaumferð í borgum landsins.
Samgönguyfirvöld í Noregi stefna að því að draga úr bílaumferð í borgum landsins.
Samönguyfirvöld í Noregi ætla að draga úr bílanotkun í Ósló og öðrum helstu borgum og bæjum landsins. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu um samgöngumál.

Meðal þess sem mælt er með í skýrslunni eru hærri gjöld í bílastæði, vegatollar inn í miðborgirnar á annatíma og átak þar sem borgarar eru hvattir til að breyta um lífsstíl með því að hjóla eða ganga meira.

Samgönguráðherra landsins segir að aðgerða sé þörf. „Þær munu hafa í för með sér frekari takmarkanir fyrir bifreiðaeigendur.“ - þj



Fleiri fréttir

Sjá meira


×