Innlent

Kvikmyndaskólinn verður ekki settur á morgun

Kvikmyndaskóli Íslands verður ekki settur á morgun og allt stefnir í að honum verði lokað. Menntamálaráðuneytið vill ekkert aðhafast fyrr en í septemberlok þegar Ríkisendurskoðun hefur tekið út fjármál skólans. Þriggja barna móðir sem nemur kvikmyndagerð við skólann segir biðstöðuna óþolandi.

Fréttastofa hefur í dag leitað upplýsinga um raunverulega stöðu Kvikmyndaskóla Íslands. Menntamálaráðuneytið segir skólann einfaldlega ekki uppfylla skilyrði um rekstrarhæfi og því séu meiri peningar ekki í boði.

Einn möguleiki sem ráðuneytið hefur lagt fram er að skólinn nýti 17 milljónir sem þeir eiga eftir af fjárlögum þessa árs fram að niðurstöðu ríkisendurskoðunar í lok september en ekki hafa fengist svör við þeirri beiðni frá forsvarsmönnum skólans. Þannig væri hægt að reka skólann í tæpa tvo mánuði þar til að ákvörðun verður tekin hvort skólanum verður lokað eða ekki.

Á meðan bíða nemendur í fullkominni óvissu um hvort eða hvar þeir fá að halda áfram námi sínu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×