Innlent

Ekkja Stiegs Larsson á Íslandi í dag

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Eva Gabrielsson, rithöfundur og ekkja Stieg Larsson, kemur í dag. Mynd/ afp.
Eva Gabrielsson, rithöfundur og ekkja Stieg Larsson, kemur í dag. Mynd/ afp.
Eva Gabrielsson, rithöfundur og ekkja Stieg Larsson, er væntanleg til landsins í dag. Hún ætlar að vera gestur á Höfundakvöldi í Norræna húsinu á morgun.

Heimsóknin er samstarfsverkefni Norræna hússins og Bjarts, útgefanda Millenium-þríleiksins, eftir því sem fram kemur á vef hins síðarnefnda. Eva, sem sjálf er rithöfundur, bjó með Stieg Larsson um árabil en hefur átt í deilum við fjölskyldu hans út af réttindum á bókum hans allt frá því að hann lést árið 2004. Nú síðast sendi hún frá sér bókina Millenium, Stieg og ég.

„Þetta er höfundakvöld sem að Norræna húsiði er með núna í apríl og maí. Hún Þóra Arnórsdóttir ætlar að tala við hana," segir Guðrún vilmundardóttir hjá bókaútgáfunni Bjarti. Guðrún segir að spjall þeirra Þóru og Evu standi yfir í 40 mínútur til klukkutíma en síðan muni Eva lesa upp úr nýrri bók sinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×