Erlent

Stormur skellur á flóðasvæðið í Queensland

Reiknað er með að ástandið á flóðasvæðinu í Queensland í Ástralíu muni versna í dag þar sem gert er ráð fyrir að stormur skelli á svæðið og að honum fylgi mikil úrkoma.

Veðurfræðingar reikna með að ástandið verði verst í suðurhluta Queensland og að óveðrinu létti ekki fyrr en um helgina. Borgin Rockhampton mun finna fyrir þessum stormi en þar er ástandið skelfilegt fyrir og fjöldi íbúa borgarinnar hefur verið fluttur á brott frá henni.

Borgarstjórinn í Rockhampton segir að það muni taka um ár fyrir borgina að komast aftur í eðlilegt horf.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×