Erlent

Ætlar að henda sjálfsvígsmanninum út

Maðurinn datt niður á ruslabing.
Maðurinn datt niður á ruslabing.

Leigusali Vangelis Angelo Kapatos, sem stökk út úr íbúð sinni á níundu hæð í New York um jólin, til þess eins að lenda í ruslabing fyrir neðan og lifa fallið af, ætlar að henda Vangelis út úr íbúðinni vegna vangoldinnar leigu.

Það á ekki af Vangelis að ganga eftir að hann stökk út úr íbúðinni en fréttamiðillinn New York Post hefur fjallað ítarlega um Vangelis. Meðal annars hefur komið fram að Vangelis eigi við geðræna erfiðleika að stríða og gisti meðal annars á geðdeild stuttu fyrir jól.

Rétt áður en Vangelis reyndi að fremja sjálfsmorðið hringdi hann í lögfræðinginn sinn, Charles Small, vegna fyrirætlanna leigusalans um að kasta honum út. Small náði ekki símanum en á símsvaranum voru skilaboð frá Vangelis þar sem hann sagðist ekki vita hvað hann ætti af sér að gera ef honum yrði hent út úr íbúðinni.

Hann segist hafa svarað að bragði í tölvupósti og fullvissað hann um að leigusalinn hefði lélegt mál í höndunum. Hann hafði enga hugmynd hvort hann hefði séð skilaboðin.

Svo virðist sem Vangelis hafi að lokum ákveðið að kasta sér sjálfum út úr íbúðinni, en vegna snjóstorms, sem geisaði á austurströnd Bandaríkjanna um jólin, þá fór öll soprhirða úr böndunum. Það varð Vangelis til lífs.

Leigusali Vangelis vandaði honum ekki kveðjurnar. Í viðtali við New York Post fyrir jól sagði leigusalinn: „Hann er vitleysingur. Maðurinn kastar sér fram af húsinu og lifir það af, það ætti að læsa hann inni."

Vangelis hefur þurft að gangast undir aðgerðir vegna meiðsla sem hann hlaut við fallið.


Tengdar fréttir

Fór í rusl þegar hann ætlaði að fremja sjálfsmorð

Hinn 26 ára gamli Vangelis Icapatos varð einstaklega heppinn, eða óheppinn - fer reyndar eftir því hvernig á málið er litið - þegar hann stökk niður af níundu hæð fjölbýlishúss í New York og lenti ofan á hrúgu af ruslapokum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×