Erlent

Nýju ári fagnað víða

Nýju ári var fagnað víða um heim í gær. Á Times-torgi í New York sveif ástin yfir vötnum, Frakkar skáluðu í kampavíni og í Brasilíu horfðu menn á flugeldasýningu niðrá strönd.

Það ríkir iðulega mikil eftirvænting þegar talið er niður í nýtt ár á Times-torgi í New York. Gærkvöldið var þar engin undantekning en um milljón ferðamenn fylltu þá torgið og fögnuðu nýju ári.

Ástin lá í loftinu líkt og þessar myndir bera með sér en menn voru einnig með bros á vör við Champs-Élysées í París. Þar var skálað í kampavíni innan um lögregluþjóna sem voru við öllu viðbúnir.

Á Copacabana-ströndinni í Brasilíu var margt um manninn, en talið er að næstum tvær milljónir hafi tekið á móti nýju ári þar. 20 mínútuna flugeldasýning og tónlist hélt gestum við efnið en rétt fyrir miðnætti var merki Ólympíuleikanna, sem haldnir verða í Ríó árið 2016, kynnt formlega við mikinn fögnuð.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×