Innlent

Umboðsmaður skuldara: Vinnubrögð lögmanns „með öllu óásættanleg"

Ásta S. Helgadóttir, umboðsmaður skuldara
Ásta S. Helgadóttir, umboðsmaður skuldara
Umboðsmaður skuldara átelur vinnubrögð Guðrúnar Hólmgeirsdóttur, héraðsdómslögmanns, sem sendi bréf til konu í greiðsluaðlögun hjá embættinu þar sem Guðrún sagðist ekki hafa haft tíma til að sinna málum konunnar þar sem hún var upptekin við að horfa á handbolta í sjónvarpinu.

Umboðsmaður skuldara telur þessi vinnubrögð með öllu óásættanleg. Haft hefur verið samband við báða aðila málsins og boðað Guðrúnu á fund hjá embættinu þar sem staða hennar sem umsjónarmanns í málinu verður tekin til skoðunar.

Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem umboðsmaður skuldara hefur sent frá sér.

Yfirlýsingin í heild sinni:

„Vegna umfjöllunar í þættinum „Í bítið" á Bylgjunni, fimmtudaginn 27. janúar 2011 vill umboðsmaður skuldara taka fram að hann átelur þau vinnubrögð umsjónarmanns sem lýst voru í þættinum og telur þau með öllu óásættanleg.

Umboðsmaður skuldara hefur haft samband við báða aðila þessa máls og boðað viðkomandi héraðsdómslögmann á fund hjá embættinu þar sem staða hans sem umsjónarmaður í viðkomandi máli verður tekin til skoðunar.

Rétt er að ítreka að ekki er rétt, það sem fram kom í þættinum, að lán með ábyrgðarmönnum eða lánsveð falli ekki undir greiðsluaðlögun."

Upptöku af Bítinu í morgun má hlusta á með því að smella hér, eða á tengilinn hér efst.




Tengdar fréttir

Lögmaður tók handboltann fram yfir skuldara í vanda

Erla Ellertsdóttir, sem er í greiðsluaðlögun hjá Umboðsmanni skuldara, varð heldur undrandi þegar hún fékk tölvupóst frá umsjónarmanni sínum hjá embættinu þar sem hann sagðist ekki hafa haft tíma til að sinna Erlu þar sem hann var upptekinn af handboltanum í sjónvarpinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×