Erlent

Öflugur jarðskjálfti í miðhluta Síle

Öflugur jarðskjálfti upp á 7,1 á Richter reið yfir miðhluta Síle seint í gætkvöldi. Skjálftinn fannst vel í Santiago höfuðborg landsins sem liggur tæplega 600 kílómetra norður af upptökum hans.

Samkvæmt CNN hafa engar fregnir borist um mannslát af völdum skjálftans né eignartjón fyrir utan að rafmagns og símalínur hafa rofnað á svæðinu.

Þá hafa ekki verið gefnar út aðvaranir um flóðahættu vegna skjálftans undan ströndum landsins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×